Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 143
BÚNAÐARRIT.
1159
útflutningnum. Það verða þeir að fela einhverjum á-
reiðanlegum manni á staðnum þar, sem smjörinu er
skipað út. — Annars er hæpið að að bíða lengi með
að senda smjörið í von uin betri sölu á því síðar. Það
getur viljað til; en þess er jafnan að gæta, að því eldra
sem smjörið er, þegar það kemur á markaðinn, því
óútgengilegra er það vanalega.
Það sem hér er aðal-atriðið er það, að senda
smjörið með beinum og fljótum ferðum, þegar þær er
að fá, og sjá um, að vel fari um það í skipinu.
Enginn vafi er á því, að smjörið hefir stór spilst í
skipunum á leiðinni út fyrir það, hvað illa hefir farið
um það. En það er erfitt, að ráða bót á því, með því
íyrirkomulagi, sem nú er á ferðunum. Skipin koma
víða við, fara sjaldan beint iil Englands, og ekkert sér-
stakt rúm er i þeim fyrir smjörið. En þetta ástand bakar
smjörbúunum hér á landi stórtjón. — Atta aura verð-
munur eða verðhækkun á hverju pundi til jafnaðar af
250,000 pd. eru 20,000 kr. Það er það minsta, sem
gera má ráð fyrir að vér töpum við fyrirkomuiagið,
sem nú er á ferðum skipanna, og það, hve illa fer um
smjörið á leiðinni út.
Yfir höfuð er ástandið, sem nú er i þessu efni, lítt
viðunandi. Það er naumast gerlegt, að flytja smjör út
í þeim skipum, sem ekki hafa kælirúm, jafnvel þó ver
höfum orðið að sæta því að mestu leyti fram að þessu.
— Fyrir því verður að gera þá kröfu, að bætt sé úr
þessu og skip útvegað með kælirúmi. Það minsta, sem
hægt er að gera sig ánægðan með, að því er skipin og
ferðir þeirra snertir, í sambandi við útflutning smjörs
og annara afurða, er það sem alþingi samþykti í sumar
sem ieið. En það var meðal annars þetta:
Að tvö af millilandaskipunum að minsta kosti séu
ný, fullnægi kröfum timans sem farþegaskip, hafi stór
kœlirúm fyrir flutning á kjöti, /iski og smjöri og séu