Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 294
290
BÚNAÐARRIT.
hana að sér. Hver sem gleymir regluseminni, hann
gleymir skyldu sinni, hvort sem hann er hjú eða hús-
ráðandi. Það er skylda hvers eins, sem tekst starf á
hendur, óbeðinn eða umbeðinn, fyrir sjálfan sig eða aðta,
að gera það, ekki að eins svo fljótt sem hægt er, heldur
líka svo r e g 1 u 1 e g a, svo n á k v æ m 1 e g a og h r e i n-
lega, sem honum er unt.
Máltæki segir: „Hjúin gera garðinn frægan“. Það
er sannur málsháttur. Mörg hjú eru prýði og sómi hvers
heimiiis. Þessi hjú eru auðþekt á þvi, að ekki þarf að
segja þeim oft, hvað meint sé með orðunum: iðjusemi,
reglusemi og sparsemi.
3. Sparsemi.
S p a r s e m i í rýmstu merkingu hefir viðtæka mein-
ingu, bæði viðvíkjandi því, að eyða engu ónauðsynlega,
hvort sem maður á það sjálfur eða aðrir. Og líka við-
víkjandi því, að hagnýta sem bezt og drjúgast alt það,
er maður getur haft einhver not af, með frjálsu og heið-
arlegu móti. Það nær til allra, sem fullkomið vit hafa,
því allir hafa eitthvað undir höndum, frá sér eða öðr-
um. Sparsemi er það, að eyða ekki munum sínum
fyrir neina munaðarvöru, nó fyrir hégómlega skrautlega
muni, eða heimskulega kostbæra. Þó munirnir séu nauð-
synlegir, geta þeir orðið ónauðsynlegir eða jafnvel mun-
aðarvara, sökum þess, að verð þeirra er miklu meira en
notagildinu samsvarar. Fatnaður t. d., sem er búinn til á
þann hátt, að hann só hlýr og slitgóður, þægilegur og prýði
likamann — en hangi ekki eins og hræða á staur — er
nauðsynlegur til að hlifa líkamanum og varðveita heils-
una fyrir áhrifum kuldans, rakans og hitans. En að
skreyta fatnaðinn með dýrindis-vöru, eða hógóma-útflúri,
er ónauðsynlegt og skaðlegt, ónauðsynleg eyðsla fyrir
efnamenn, og skaðleg vegna þess, að það freistar hinna
efnaminni til að berast meira á, en efnin leyfa. Klæðnaður