Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 192
188
BÚNAÐARRIT.
dæmi, hefði þekking og kunnátta ráðið. Og þá er illa
farið góðu fyrirtæki.
Athugavert er það og í þessu efni, hvenær og
hvernig leiðbeininga er beiðst. Óskir í þá átt hafa
stundum komið svo seint til stjórnarinnar, að lítt mögu-
legt heflr verið, að sinna þeim. Bezt væri, að fulltrúar
búnaðarfélaganna kæmu með slíkar óskir á aðalfund, en
þó er nægilegt, að þær séu komnar stjórninni í hendur
fyrir nýjár ár hvert. En það er líka síðasti tími. Um
það leyti semur stjórnin starfs-áætlun ráðunauts fyrir
næsta sumar, og hæpið, að það komist að síðar, sem
þá er ekki komið. Annað, sem einnig þarf að gæta,
er að lýsa verkinu nokkuð, svo dæmt verði um, hver
áhöld ráðunautur þurfi að nota.
Yerði þessara atriða gætt, mun, að von minni,
verða auðveldara, að svara því síðar meir, hvað Bún-
aðarsambandið sé, og hvað hlutverk þess: að það verði
samsaín félaga; sem ekki standa í stað, heldur brjótast
áfram til dáða og þjóðþrifa og „Samband" þeirra —
fulltrúaráð þeirra beztu og ötulustu manna — merkis-
beri og brautryðjandi á nýjum vegum.
Því miður eru búnaðarfélög óstofnuð enn í nokkr-
um sveitum hér austanlands, en slík félög eru að ýmsu
leyti skilyrði fyrir því, að starfsemi og áhrif Búnaðar-
sambandsins geti þangað náð, þó það hafi hingað til
reynt, að brúa það sund eftir föngum. Stofnið því bún-
aðarfélög, þar sem þau eru ekki fyrir. Það borgar sig.
Það er hagur fyrir yður sjálfa og stuðningur fyrir hin
eldri félög og Sambandið.
Og sendið svo allir fulltrúa á fulltrúafundi Sam-
bandsins, að minsta kosti einn fyrir hvert fólag. Oss
veitir ekki af að reyna að vinna allir saman, og hafa
þann stuðning hver af öðrum, sem unt er, eins og nú
kreppir að landbúnaðinum á ýmsan hátt, en hins vegar
opnast alt af meir og meir útsýnin til nýrra vega, sem
vér þurfum að fiýta oss að ná. Eflið búnaðarfélögin og