Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 141
BÚNAÐÁRRIT.
137
þær ekki setja sig á o£ háan hest; en hinu vevða þsei'
að muna eftir, að starfið er ábyrgðarmikið, og að gæði
í’jómans hafa þýðingu fyrir smjörgeiðina og ráða miklu
um það, hvernig smjörið reynist. Þær mega því ekki
koma mönnum upp á það, Iwerjir svo sem eic/a í hlut,
að taka slæman rjóma í búin, heldur senda hann tafar-
laust heinr aftur. En um leið ætt.u þær að láta orð-
sendingu fylgja um það, hvað að er og hvernig úr því
verði bætt.
Að því er snertir hin einstöku störf, er lúta að
smjörgerðinni, þá er eigi ætlun mín að ræða mikið um
þau. Það er að eins tvent, er eg vildi minnast á með
fám orðum, sýring rjómans og strokkunin.
Sýring rjómans. Tilgangurinn með sýringunni á
að vera sá, að bæta bragðið á smjörinu, svo að það
falli betur í geð kaupendum þess á Englandi. Með sýr-
ingunni næst og betur smjörið úr rjómanum. Ef sýr-
íngin er í (jóðu lacji, þá er þessu tvennu fullnægt; smjör-
ið verður meira og bragðið betra. En sé sýringunni
hinsvegar eitthvað ábótavant, þá gerir hún fremur að
spilla smjörinu en bæta það.
Til þess að sýring rjómans geti farið vel úr hendi,
þarf sýran, sem notuð er, að vera vel til búin. En að
búa til (jóða sýra er ekki allra meðfæri, og því miður
mun því svo háttað á sumum búunurn, að tilbúningi
hennar sé meir og minna ábótavant. Misheppnist til-
búningur sýrunnar í eitt skifti, verður að reyna á ný
að búa til góða sýru. Takist það ekki, þá mun vafa-
laust betra að strokka rjómann ósijrðan, heldur en að
nota til þess slœiria sijrn.
Ef sýran, sem rjóminn var sýrður með, hefir verið
slæm, og sýring hans þar af ieiðandi í ólagi, þá kemur
það fram í smjörinu og spiilir því, einkum með aldrin-
um. Smjör sem búið er til úr rjóma, er sýrður var
með slæmri sýru, geymist illa og verður beiskt og væm-
ið á bragðið. Fyrir því er tilbúningur sýrunnar og sýr-