Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 316
312
BÚNAÐARRIT.
sjúkdómum, og ýms önnur óhöpp verða því að fjörtjóni,
því skerpuna og nauðsynlegan iifskraft vantar, t. d. fer
það oft „afvelta" — veltur á hrygginn, getur ekki reist
sig við, sveltur þá og sárnar til dauðs, ef menn koma
því ekki áður til bjargar.
Eitt er enn ónefnt, f-em ærið athugavert við þetta
fé, sem er: að það getur ekki tímgast afsjálfs-
dáðum; grafa þarf ærnar niður um í—2 fet til þess
að hrútarnir komist að þeim og lembi þær, meira að
segja vill til að þetta nægir ekki, þarf einnig að girða
saman kviðinn á hrútunum — spenna gjörð utan um
miðjan kviðinn upp yfir hrygginn — til þess að tímgun
eigi sér stað. Það er hryggslekjan, hinn mikli kviður
og mörfyllan í honurn, sem gerir hrútana ófæra til að
annast af sjálfsdáðum tímgunina. Fáanlegur er eg til
að trúa því, að menn fari hér villir vegar; engum blöð-
um um það að fletta, að hér er um o f tekið fram fyrir
hendur náttúrunnar í því, að framleiða þannig skapað
fé, sem hér hefir verið lýst. Eg þekki nú raunar ekkert
fjárkyn, hvorki ræktað né óræktað, sem ekki getur tímg-
ast af sjálfsdáðum, nema þetta fé á Hólsfjöllum og Þing-
eyjarsýslu. Menn ættu að gjalda varhuga við þeim að-
ferðum í fjárrækt, sem fara í bága við það náttúrlega.
Ef náttúran sjálf væri látin annast nefnt fé að öllu leyti,
þá gæti hún ekki annað gert, en látið það hætta að
vera til — og með því sannaði hún, að þetta sköpulag
er ónáttúrlegt.
Fyrir og eftir verzlunarfrelsisárið (1854) var tólg í
háu verði, en kjöt verðlítið, tólgin rúml. 13 sinnum dýr-
ari en kjöt, eða 50 aur. pd. í tólg, en rúmlega 3 aur.
pd. í kjöti (lýsipd. á 24 skild.). Þá komust Jökuldælir
og Þingeyingar langt í mörfjárframleiðslunni; þá borgaði
sig sæmilega að eiga þetta fé; nú eru aðrir tímar, nú
fara menn villir vegar í þvi, að sækjast eftir þessu lyddu-
fé til kynbóta, en það gera menn og af því, að féð svar-
ar svo vel tilkostnaði á Hólsfjöllum, þegar vel lætur í