Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 228
224
BÚNAÐARRIT.
sé hægt ab fá neinn kaupmann hór í Kaupmannahöfn
jafngóðan til þess að selja kjötið, hvað þá betri. Eg
hefi spurt ýmsa menn um það, sem gagnkunnir eru
kjötsölu, en svo kalla eg þá menn, sem selja svínakjöt
fyrir sameignarsláturhúsin í Danmörku. Ástæðurnar
til þess, að þessir menn allir hafa bent á Sigurð Jóhann-
esson, eru þær, að hann eða þeir feðgar — því að Jón
Jóhannesson er nú orðinn hægri hönd föður síns og
meðeigandi — hafa betri sambönd en aðrir kaupmenn
við kjötsala og kaupendur eigi aðeins í Kaupmannahöfn
■og víða í Danmörku, heldur og í Noregi, Svíþjóð og
Þýzkalandi. Auk þess hafa þeir feðgar pylsugerðarverk-
smiðju mjög mikla og geta sjálfir keypt mikið kjöt, ef þeir
geta eigi selt það. Þeir hafa því mátt til þess að halda
kjötinu í veröi, en það hafa eigi margir af þeim umboðs-
mönnum eða kaupmönnum, sem nú selja kjöt frá Islandi.
Þess vegna er langbezt fyrir íslenzka bændur að
senda — auk Samfélagsins — engum kaupmanni í Kaup-
mannahöfn kjöt til sölu nema Sigurði Jóhannessyni.
Allir, sem vit hafa á verzlun og satt vilja segja um
þetta, eru sammála um það. Ef menn gera þetta, geta
menn krafist þess, að verð hans fari mjög mikið eftir
því verði, sem Samfélagið greiðir fyrir kjötið, en annars
ekki. Ef menn geta fundið annan kjötkaupmann í Kaup-
mannahöfn, sem er færari en Sigurður Jóhannesson til
þess að kaupa alt kjöt frá íslandi, sem sent er til Kaup-
manuahafnar, nema það sem Samfélagið kaupir, þá
skulu menn láta hann fá alt kjötið og hætta við Sigurð
Jóhannesson. En eg verð að játa, að mér hefir eigi
tekist að spyrja uppi þann mann.
Hitt er alt annað mál, þótt einstaka kaupmenn
og umboðssalar, sem græða á því að taka við kjöti frá
íslenzkum kaupfélögum eða smákaupmönnum, rfsi upp
á móti þessu og segi að þeir einir hafl vit á verzlun,
sem séu kaupmenn, en aðrir eigi, og segi að nauðsyn-
legt sé að hafa umboðsmenn. Það er harla eðlilegt, að