Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 158
Árið 1907,
Björn Bjarnarson, bóndi í Grafarholti, Jón Sveinsson,
prófastur, á Akranesi, Magnús Andrésson, prófastur, á
Gilsbakka, Vilhjálmur Briem, prestur, á Staðarstað, Jó-
hannes L. L. Jóhannsson, prestur, á Kvennabrekku,
Samúel Eggertsson, búfræðingur, á Patreksfirði, Sigurð-
ur Stefánsson, prestur, i Vigur, Guðmundur G. Bárðar-
son, bóndi á Kjörseyri, Árni Árnason, umboðsmaður, í
Höfðahólum, Jósef J. Björnsson, kennari á Hólum, Jón-
mundur Halldórsson, prestur, á Barði, Jónas Jónasson,
prófastur, á Akureyri, Stefán Sigurðsson, bóndi í Ær-
lækjarseli, Sigurður P. Sivertsen, prestur, á Hofl, Björn
Þorláksson, prestur, á Dvergasteini, Ari Brynjólfsson,
bóndi á Þverhamri, Þorleifur Jónsson, bóndi í Hólum,
Guðmundur Þorbjarnarson, bóndi á Hvoli, Ágúst Helga-
son, bóndi í Birtingaholti, Guðmundur ísleifsson, bóndi
á Háeyri og Gísli G. Scheving, bóndi í Stakkavík, haía
sent mér skýrslu um árferðið 1907 og eg svo dregið
saman í yfirlit það, sem hér birtist.
Tíðarfar og heyföng.
Vetur frá nýjári. Umhleypingasöm tíð var um
land alt, og þar af leiðandi gjaffelt; hélzt sú tíð fram
um jafndægur, en úr því gerði góða tíð til sumarmála.
í miðjum janúar rak mikinn hafís inn á ísafjarðardjúp
og fylti firði og lá hann fram í marzmánuð. í Stranda-
sýsiu ávalt innistaða fyrir íé, þangað til seint í marz.