Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 322
318
BÚNAÐARRIT.
flrði er fóðureyðslan ekki minni en á Héraði. Á Langa*
nesi og Siéttu er víða algert útigöngufé og er því ekkert
fóður ætlað. Á engjajörðunum í Axaif. og Kelduh. er
vetrarfot ðinn 300 en minni er hann inst í þeim sveit-
um, 100—150 ®. Ekki er taða gefin sauðfé svo nokkru
nemi; það mundi vera helzt í síðast nefndum sveitum.
Vókvun fjárins er ýmist snjógjöf eða brynning. Margir
brynna fó sínu á Héraði og Jökuldal, en hversu reglu-
lega það gerist, læt eg ósagt um. Á Hólsfjöllum og Keldu-
hverfi er allmikiil skorlur á vatni, og verður fóð að
svala þorsta sínum á snjó, sem það ótur ýmist úti eða
inni úr heyjötunum, því sérstakar snjójötur eða vatnsílát
voru óviða í fjárhúsum.
Hvað það snertir, að vetrarfóður fjárins samsvari
sumarhögum, þá vantar viða nokkuð til þess; en þó
hefir fjörubeitarfé ríkulegt og safamikið fóður flesta
vetur, erida er það í góðum holdum á vorin, en liðið
getur það af vöntuu vissra efna.
Á þessu svæði verður fjárræktin verulega arðsöm
og tryggari bjargræðisvegur, þegar búið er að koma
kynfestu í hin beztu afbrigði, sem eru 1 fjárkyninu, og
útrýma þeim lakari. Það er og áríðandi, að menn temji
sér að ala féð ait betur upp; það er vandasamast að
fóðra lömbin, og margir hafa rekið sig all tilfinnanlega á
það, að í þeim efnum skortir næga þekkingu. Eg segi
þetta af þvi að vitanlegt er, að margir missa ein undur
af gemlingum yfir árið fyrir skort á réttri hirðingu, þótt
nóg föður hafi verið til, t. d. hafa bændur á Héraði mist
alt að 100 gemlingum á einum vetri og vori, en þetta
er ekki ætið sjálfum bændunum að kenna, heldur þeim fjár-
mönnum, sem trúað er fyrir starfinu, en eru því ekki
vaxnir. Til þess að betur fari, þá þurfa menn að fara
betur með lömbin en nú er gert, en aðgæzluvert er,
að það er ekki skynsamlegt, að „ala“ lömbin inni allan