Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 137
BÚNAÐARRIT.
133
12 stig og lægstan 3 stig. Sumarið 1906 eru samtals
37 félagsmenn með 6 stig, 10 félagsmenn með 5 stig,
18 félagsmenn með 4 stig og 10 með 3 stig. — Þessi
vitnisburður ber vott um slæman rjóma, svo slæman,
að hann er naumast notandi til smjörgerðar. Sá rjómi,
er fær 6 stig og þar fyrir neðan, á ekki annað skilið, en
að sendast heim aftur. Hann hlýtur að vera stórskemd-
ur þegar hann kemur til búsins.
Siðastliðið sumar virðist rjóminn hafa verið skárri,
ef sama strangleika hefir verið fylgt við prófunina. Þá
eru það að eins 3 félagsmenn, er fá 6 stig, 1 fær 5 stig,
3 fá 4 stig, en enginn fékk 3 stig.
Þessi prófun einu sinni að sumrinu er að visu betri
en ekki neitt., einkum til að byrja með, en til frambúð-
ar er hún alls ónóg. ■— Fyrir því var því hreyft á síðasta
aðalfundi Smjörbúasambandsins, 4. febrúar sl., að æski-
legast væri, að rjórainn yrði prófaður að minsta kosti
einu sinni í hverjum hálfum mánuði og félagsmönnum
búanna gefinn vitnisburður eftir gæðum. Ennfremurað
þeirn yrði borgað hærra fyrir smjörið, er beztan ijóma
sendu að jafnaði til búanna, eða þá að þeim væru veitt
verðlaun, er sköruðu fram úr öðrum í þessu efni.
Sambandsfulltrúunum þótti þó flestum ekki kominn timi
til að ráðast í siíkt, jafnvel þó þeir viðurkendu, að þessi
aðferð gæti orðið til stórra bóta. Sumir voru hræddir
um, að prófun rjómans mundi verða óvinsæl meðal fé-
laga búanna. Aðrir óttuðust þab, að enginn maður
mundi fást, er tekið gæti að sér þetta verk, eða væri
þvi vaxinn. En þessar ástæður eru fremur iéttvægai-.
Prófun. rjómans einu sinni í hverjum hálfum inán-
uði hlyti að hafa einhvern kostnað í för með sér, og
þann kostnað yrðu búin að bera. Það leiðir því af sjálfu
sér, að samþykki þarf til þess frá félögum búanna eða
raeiri hluta þeirra, að korna á þannig iagaðri reglubund-
inni prófun. En þegar svo félagsmenn hafa kornið sér
saman um, að láta prófa rjómann og sett reglur þar að