Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 222
218
BÚNAÐARRIT.
Fljótsdalshéraðs á Seyðisfirði, sem þá var að mestu óselt,
og leit það vel út. Eg mældi pækilinn á því kjöti hér,
og var hann 21 stig. Þegar pækillinn var settur á
kjötið á Seyðisfirði, var hann 24 stig. Það salt, sem
var brúkað, þegar kjötið var saltað niður í tunnurnar,
var í kringum 23 — 24 pd. og mun það mjög hæfilegt.
Hjá stórkaupmanni S. Jóhannessyni sá eg mikið af
kjöti með ýmsum merkjum og mjög misjafnlega verkað,
og óhætt að segja, að ekkert af því kjöti væri eins og
það átti að vera. Einnig var þar mikið af kjöti, sem
sent hafði verið til L. Zöllners, og var það flest afarljótt,
og litla framför að sjá frá því sem verið hefir áður, því
í sumum tunnunum var hægt að fá linefafylli af ull,
sem var undir lokinu, og auðvitað grútskitið, enda hefi
eg heyrt Dani segja, að við mundum þvo kjötið upp úr
forarvatni, til þess að geta fengið það nógu óhreint; er
það sannarlega ekki að furða, þótt þeir séu hissa á að
sjá þá dæmalausu verkun, sem er á sumu af íslenzka
kjötinu, og hugsa sér, að slíkt skuli vera látið fara út
úr landinu aðeins til þess að eyðileggja allan markað
fyrir það kjöt, sem má segja að sé viðunanlega verkað,
og koma óorði á landið í heild sinni.
Að lokum skal eg setja hér nokkur merki, sem eg
sá hjá stórkaupmanni S. Jóhannessyni, svo að hlutað-
eigandi mennn geti séð hvernig kjöt þeirra var verkað.
Frá s-d'.0' var mikil undirvog. í tunnunum var
ekki meira en 190—200 pd., enda voru það síldartunnur,
sem kjötið var í.
ci,f' var laglega höggið og fremur hreinlegt.
V. H. var illa limað í sundur, óhreint og of lítið
saltað.
o.'w! var mjög Ijótt og vantaði töluvert í hverja tunnu.
var alls ekki vel verkað, illa höggið og óhreint.
var eitt af því versta, sem eg hefi séð. Bein öll
hálf-mulin með ónýtum verkfærum. Mjög óhreint og
hárugt og pækillinn þykkur af blóði.