Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 314
310
BÚNAÐARRIT.
svipfagurt, en sumt heflr gula ull; það er helzt til iang-
vaxið miðað við þrekleika, það e. a. s.: vantar vaxtar-
samræmi, heflr margt slakan hrygg og síðan kvið. Það
má heita stórt og þungt, en ekki að sama skapi skerpu-
legt og hraustlegt. í haust vigtuðu 32 sauðir tveggja
vetra 141 pd. og nokkrar vænni kindur veturgamlar 120
pd., meðaltal. Fó Páls Jóhannssonar á Austara-Landi er
margt litfagurt, svipfagurt og stórt, hefir dágott vaxtar-
samræmi, en slakan hrygg. Fullorðnar ær vigta 110 pd.
og tveggja vetra sauðir 130 pd. meðalt. Loks má nefna
fé Jóhannesar Sæmundssonar í Krossdal, er hefir svipað
kynbragð og féð á Austara-Landi (gult og grákolótt), en
það hefir alveg sérstakt ullarfar, sem er toglaus ull í
baki og niður á miðjar síður, einskonar ull, en tog er
neðst á síðum og í lærum. fetta mun stafa af sam-
vali og úrvali til framt.ímgunar. Á Hólsfjöllum er hið
nafnkenda fitusöfnunarfé. Stefán Einarsson á bezt fé þar
á Fjöllum, sem hefir töluvert kynbragð; það er grákolótt
og gult, snögghært og gljáhært í andliti. Allir fullorðnu
hrútarnir (5) hans voru grákolóttir í andliti og á fótum,
með hvíta ull, skerpulegir og hraustlegir. Stefán er
þekkingarmaður á kynferði sauðfjár, enda hefir hann aflað
sér fræðslu um búnað og kvikfjárrækt fram yfir það,
sem alment gerist; fer hann sínar fræðsluferðir til Norð-
urlanda og til Ameriku, og situr þess í milli að búi sínu
í Möðrudal. Möðrudalsféð svarar ágætlega tilkostnaði,
er skarpgert og hraust, safnar betra kjöti, en hefir minni
lifandi þunga en hið svonefnda Fjallafó, sem er norðar
á Hólsfjöllum. Fé þeirra Yiðidalsbræðra er kynjað úr
Laxárdal, annað og betra kynferði en Fjallaféð.
Fjallaféð er flest gult eða hvítt, loðið og svipgrett;
en það af þvi, sem er svipfagurt (snöggh. í andl.), er
kynjað úr Mývatnssveit. Til þess að gefa hugmynd um
eiginleika þessa fjárkyns, verð eg að lýsa ytri einkenn-
um einstaklinga betur. Það verður að sjálfsögðu að
ganga út frá því sem áreiðanlegu, að eftir ytri einkenn-