Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 41
BÚNAÐARRIT.
37
fólkseklan í sveitunum sitt til að auka erflðleikana. Á
allmörgum bæjum er aðeins einn karimaður heima að
vetrinum, og þarf hann að hirða skepnurnar, og heflr
því ekki tíma til að sækja naut lengri veg. Úr þessu
má bæta með því að láta mann fylgja nautinu, og mætti
þá senda ungling eftir því, og hefir það verið gjört und-
anfarna vetur í kúakynbótafélagi Hörgdæla og geflst vel,
en auðvitað hækkar það nokkuð nautstollinn í flestum
t.ilfellum.
Ailir þessir örðugleikar eru þó þess eðlis, og eigi
meiri en svo, að þeir mundu eigi til lengdar standa út,-
breiðslu nautgripafélaganna fyrir þrifum, ef eigi skorti
skiining bænda yflrleitt á þýðingu málefnisins, og fram-
takssemi og félagsanda. Deyfð, framtaksleysi og gaml-
ar, blindar venjur, er hér sem oftar aðalþröskuldurinn.
Uppeldi á fjöldamörgum óvöldum nautkálfum, eins og
tíðkast hefir að undanförnu, útilokar ekki einungis allar
umbætur nautgripanna, heldur er það og hlýtur að verða
dýrara en félagsnaut, sé rétt reiknað, og það þvi fremur,
sem Landsbúnaðarfélagið styrkir nautgripafelögin ail-
verulega.
Eins og áður var tekið fram, er lit.ur nautgripa hér
á landi mjög breytilegur, þótt rauðu og dökku lit.irnir
séu víðast eða alstaðar útbreiddastir.
Að vísu hefir liturinn engin áhrif á gæði kúnna,
það menn vita, þótt margir séu á þeirri skoðun, að
hvítar og gráar kýr séu jafnaðarlega kostminni en dökk-
leitar kýr. En hinu verður eigi neitað, að einlitar, rauð-
ar eða dökkleitar kýr eru fallegri en skjöldóttar, flekk-
óttar, hjálmóttar, hvítar og gráar kýr o. s. frv., og
„augun vilja ætið hafa nokkuð", eins og máltækið segir,
og ber það sízt að last.a. Eins eru ijósleitar kýr saur-
Ijótari en dökkleitar kýr, og þurfa því nákvæmari hirð-
ingu til þess að líta vel út. Hjá því getur því naumast
farið, að rauðu eða dökku litirnir verði fyrir valinu, þeg-
ar farið verður að leggja áherzlu á einn lit frekar en