Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 178
174
BÚNAÐARRIT.
Tindi, er hr. H. Þ. nefnir sérstaklega, og gat ekki séð,
að neitt af einkennum þess benti á blöndun með cheviot-fé.
Það, sem þó ætti að taka af öll tvímæli í þessu
efni, er að íslenzka féð heyrir til fjárkynjum með stutta
rófu íovis brachyura) með alt að 13 rófuliðum, en
cheviot-féb iandkyninu svokallaða (ovis aries) með 14—
22 rófuliðum. NU er það óhugsandi, ef kollótta féð í
Strandasýslu væri blandað með cheviot-fé, að aldrei
kæmu fram kindur með langri rófu, svo langri, að allir
sem sæju hlytu að veita því eftirtekt, en þess hefi eg
aldrei heyrt getið, og sjálfur hefi eg aldrei séð kindur
í Strandasýslu með tiltakanlega langri rófu, hvorki fyr
né síðar. Og ab því er Kleifa-fjárkynið snertir, þá sagði
Guðmundur Ólafsson mér, að rófan á því hefði verið í
styttra lagi, og aldrei komið fyrir kindur með langri
rófu, öll þau ár, sem hann var fjármaður á Kleifum, og-
á kindum frá Kleifum, er eg sá í haust, var lengd róf-
unnar ekki meiri en í meðallagi eða varla það.
Hr. H. Þ. segir í skýrslu sinni bls. 92: „Efalaust
hefir okkar fjárkyn verið upphaílega alt hyrnt, og lang-
líklegast er, að alt kollótt fé, sem fyrir kemur í kyninu,
sóu kynblendingar".
Á þessari eða líkri staðhæíingu mun kenningin um
blöndun kollótta fjárins í Strandasýslu með cheviot-fó
vera bygð, en hún er sprottin af misskilningi, eins og
nú skal sýnt.
Fé vort er náskylt fjárkyni því, sem mjög er út-
breytt á Rússlandi og var aðalfjárkynið á Norðurlönd-
um og í Vestureyjum (Hjaltlandi, Orkneyjum og Suður-
eyjum) fram á seinustu öld, þótt nú sé það bæði á
Norðurlöndum og í Vestureyjum víðast orðið mikið
blandað með fjárkynjum úr Mið- og Vestur-Evrópu, eða
hafi orðið að rýma fyrir þeim. Megnið af þessu fé
hefir verið og er hyrnt, en þó meira og minna innan
um af kollóttu, eftir því sem prófessor V. Prosch segir,