Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 283
BÚNAÐARRIT. 279
í auknum útflutningi búnaðarafurða. Hann hefir árlega
numið að meðaltali:
1880—1890 1675000 krónum,
1890—1900 1954000 —
1905 2922000 —
Útflutningur afurða landbúnaðar og sjávarútvega til
samans hefir numið árlega:
1880—1890 4803000 kr. eða 68,60 kr. á mann,
1890 — 1900 6840000 — — 92,07 --------—
1905 12104000 — — 151,00 -------—
Framleiðslan hefir þannig meir en tvöfaldast á síð-
ustu 25 árum. Aukning sjávarútvegsins og verðlags-
hækkun á að visu verulegan þátt í þessari hækkun á
verðmæti framleiðslunnar, en búnaðarafurðirnar hafa
einnig aukist allmikið. Það verður ennþá Ijósara, er at-
hugað er, að á sama tíma hefir fólkinu talsvert fjölgað,
svo að noktun afurðanna í landinu sjálfu hefir aukist að
miklurn mun.
Yerðlagið á afurðum landbúnaðarins hefir verið sérlega
lágt. Hefir það verið honum mikill hnekkir. Hér er sýnt verð-
lagsskrárverð búpenings í Reykjavík og nærsveitunum á ár-
unum 1829—1830ogmeðalverðá áratugunum 1854—1904.
Y erð lagss k r á r1 v e r ð b úpenin gs O. fl. í
Guin ) r i n gu- 0 g Kj ó s a r s i sý s 1 u og Rey k j a v í k.
Kýr. Ær. Sauðir. Hestar, Ull. Smjör,
kr. kr. kr. kr. kr. kr.
1829- —’30 38,84 6,28 5,62 26,06 0,32 0,34
1854- —’64 62,64 8,29 8,65 32,66 0,66 0,47
1864- —'74 75,58 10,86 10,20 37,32 0,84 0,54
1874- —’84 93,28 11,52 12,18 70,64 0,80 0,63
1884- —’94 107,26 15,51 14,16 60,18 0,62 0,68
1894 — 1904 102,18 11,60 11,60 62,93 0,64 0,63
Markaðsskilyrðin hafa verið og eru bezt í Reykjavík
og grend. Hefir verðlag því jafnan verið hærra þar en
annarsstaðar á landinu. Siðustu árin hefir verðlagið
hækkað að mun.