Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 301
BÚNAÐARRIT.
297
eyðslusemi, og þessu kann aö vera ruglað saman í dag-
legu tali. Vínnautn t. d. er eyðslusemi, en það er líka
ó r e g 1 a, sé vínsins ekki neytt í strangasta hófi eða
innan vissra takmarka. Sama er að segja um tóbaks-
nautnina. Yegna þess hve fágætt er, að slíkri nautn sé
sett ströng takmörk, einkum hvað vínið snertir. Eða
hafi takmark verið sett í uppliafi, þá vegna þess hve
margir falla, sem ætla sér að hlaupa keipréttir á svo
hálu svelli. Vegna þess verður nautn vínsins móðir,
undirrót og uppspretta alls þess, sem hugsanlegt er að
telja beri með óreglu. Og óreglan í þessari mynd sinni,
getur sannarlega talist rót alls ills.
Engin skömm er svo stór, engin óknyttur svo illur,
engin sorg svo sár, enginn löstur svo ljótur, engin sök
svo saknæm og enginn voði eða glæpur svo viðbjóðslegur,
að ekki hafi verið framinn í óreglu og æði þeirra, sem
vinsins neyta. — „Óhófsmenn eru hinir skæðustu fjendur
sjálfra sín“ — og mannfélagsins — „þó tala þeir oftast
um ranglæti heimsins". Þeir spilla gæfu annara og
eyðileggja heilsu sína og framtíðarhag.
Það er eyðslusemi að fara illa með eigur sínar, en
það er óregla að eyða þeim takmarkalaust og án
umhugsunar um hag sinn og skylduna við mannfélagið.
Það er skylda hvers manns, að hjálpa sér sjálfur,
eftir ýtrustu kröftum. Skylda, að láta af munaði og
leggja niður hégóma, prjái og skrautgirni, áður en hann
ieggur það fyrir sig, að sjúga svitadropa annara og
kreista blóðið undan nöglum þeirra, er svo hart leggja
að sér. Þ e i r r a, er neita sér um allan munað og ílest
þægindi lífsins til þess að geta horft fram á tímann með
rósamara geði, og miðlað einhverju til sannra þurfa-
manna. Þ e i r r a, er styrkja nytsöm fyrirtæki og styðja
hag héraðsins og þjóðfélagsins í heild sinni.
Sú er óreglan ein, að menn gæta þess ekki vand-
lega fyrirfram, hve tekjur sínar, eða afurðir búsins muni
verða miklar á hverju ári, til að sjá eftir því, hvað út-