Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 305
BÚNAÐARRIT.
301
á efnahag mannanDa, en stór útlát endrum og sinnum.
Þetta kemur helst af því, að menn veita hinu smáa
síður eftirtekt, leggja ekki saman þann gjaldadálkinn
fyr en upphæðin er ef til vill orðin m e i r i en stóru
fjárútlátin. Verður þá ekki síður tómahljóð í skúífunni,
þegar á að borga þann reikning. Að þessu lýtur spak-
mælið: „Eyði maðurinn, brennur hálft búið, eyði konan,
brennur það alt“.
Piltarnir og bændaefnin mega meðal annars hyggja
að þessu, þegar þeir festa sér konuefnin: að þeir flytji
ekki óslökkvandi eld í búið.
Flestir mundu hyka við að fleygja í sjóinn í eina
hrúgu 365 tíeyringum. En margir eru þeir karl-
mennirnir, sem ekki hyka við að eyða 10 aurum á dag
í tóbak og brennivín auk annars óþarfa. Já, margir
menn eyða svo miklu í munað um árið, að nemur
mörgum tugum aura daglega. Og væri góðra gjalda
vert, ef þessu fé væri ekki varið ver en að fleygja því í
sjóinn. Og konur, sem fara illaog ódrjúglega með mat, eldivið
o. fl., eyða til óþarfa árlega tugum og hundruðum króna.
Sá hefir víst ekki þótt eftirtektarverður drykkju-
maður, eða eyðslumaður, sem drekkur svo sem 2 staup
með mat, tvisvar á dag, og vökvar náungann á hálfu
minna. Ekki mun honum heldur sjálfum þykja tilfinn-
anlegt, að kaupa á Ú/a—2 flöskur um vikuna. Liklega
veitti hann því betur eftirtekt, ef allar flöskurnar,
hér um bil 9 0 hei 1 f 1 ö skur, stæðu kring um hann
á gólfinu, ef hann yrði svo að láta þó ekki væri nema
1 kr. á varirnar á hverri þeirra.
Verið getur líka, að sumir öfunduðu jafnaldra sína,
ef þeir sæju lagðar í lófa þeirra 2000 kr. við lok 65.
aldurs árs. Og sjá mundu þeir þá of seint, að einmitt
þeir sjálfir —sumir ef til vill komnir á vonarvöl —
gátu rétt út hendurnar til að hirða sínar 2000 kr., ef
þeir hefðu lagt krónurnar — 15—18 á ári —í aðaldeild
söfununarsjóðsins i Reykjavík, í stað þess að eyða þeim