Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 24
20
BÚNAÐARRIT.
mjólkurinnar hækkar, þegar kýr koma út að vorinu.
Margir vísindamenn vilja eigna þetta aukinni hreyflngu
og betra iofti eigi síður en fóðurbreytingunni, enda er
hún í flestum vel ræktuðum löndum ekki mjög mikil,
því meira og minna kraftfóður er geflð með beitinni.
Hjá oss virðist feitimagn mjólkurinnar vaxa verulega,
þegar kýr koma út á vorin á gróna jörð, en hvað lengi
fram eftir sumrinu þetta aukna feitimagn helst, er þó
óvíst. Á nokkrum bæjum, þar sem mér er kunnugt um að
feitimagn mjólkurinnar hefir verið mælt að vetrinum og
í júlí að sumrinu, hefir sumarmjólkin verið um eða yfir
0,5% feitari. Sama virðast feitimælingarnar í naut-
gripafélögunum benda til. Að öllum líkindum stafar
þó þessi mismunur að meiru eða minna leyti af því. að
víðast er meiri hluti kúa snemmbær eða miðsvetrarbær.
Auk þeirra atriða, er nefnd hafa verið, og haft geta
áhrif á feitimagn mjólkurinnar, getur það verið nokkrum
breytingum undirorpið, jafn vel frá degi til dags, án þess
þó að hægt sé að gjöra sér grein fyrir orsökum þeirra
breytinga.
Eins og sést af því, sem að framan er sagt, er feiti-
magn mjólkurinnar svo miklum breytingum undirorpið,
að feitimælingarnar þurfa að fara fram að minsta kosti
einu sinni í mánuði, til þess að hægt sé að ákveða feiti-
hlutfall mjólkurinnar úr hverri kú nákvæmlega. Þetta
yrði þó víðast hjá oss óframkvæmanlegt, enda álít eg
að komast megi mjög nærri því rétta með þrem íeiti-
mælingum. Ætti ein að fara fram í nóvember eða fyrri
hluta desember, önnur i marz og sú þriðja í júli. Með-
altal af þessum þrem feitimælingum mundi í flestum
tilfellum fara mjög nærri hinu sanna meðaltali.
Mjög áríðandi er, að kýrnar séu hreinmjólkaðar þau
málin, sem mjólk er tekin til feitiákvörðunar, og að vel
sé hrært í fötunni áður en látið er á glasið. Við rann-
sóknir, sem gjörðar voru hér í Reykjavík í fyrra vetur í
sambandi við eftirlitskennsluna, kom í Ijós, að í kú, sem