Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 291
BÚNAÐARRIT.
287
annaðhvort: tefur verkið eða þreytir manninn að óþörfu,
nema hvorttveggja sé.
Tökum dæmi af 2 sláttamönnum jafn duglegum.
Látum þá slá á sléttu, er slá má eftir vild, 50 engja-
dagsláttur hvorn. Báðir slá i skákum 9 faðma (9 hálf-
skára) breiðum og 22 fm. löngum, um 200 □ fm. Árni
slær alla skákina frá einni hlið, og gengur altaf til baka
við hvern x/2 skára, en Bjarni slær fyrst mið-hálfskárann
(18 fm. að eins út í óslægju) og svo að honum á þrjá
vegu, gengur að einsfyrir annan endann. Þegar skákin er
búin, heflr B. gengið 20 fm., en Á. 200 fm. til baka.
Og þegar 50 dagsl. eru búnar, hefur B. gengið 8,000 fm.
en A. 80,000, eða 72,000 fm. — 18 mílur til óþarfa.
Afleiðingin af þessu verður sú, að Á. verður 2—3 dög-
um lengur með sínar 50 dagsl. en B.
Sama má segja um ó þ ö r f verk á helgum dögum,
þau heyra ekki undir iðjusemi. Oftar munu þau sýna sig
sem ávexti sprottna upp af rótum ágrindarinnar. Aug-
Ijóst virðist mér þetta, þegar alls-óþörf störf, amstur
og áhyggjur er látið ganga fyrir guðsþjónust.ugerð og
og gagnsemi sálarinnar. — Eg vil ekki að menn mis-
skiiji orð mín. Skal því geta þess, að með orðunum:
guðsþjónusta og gagnsemi sálarinnar, meina ég fleira en
sálmasöng og bænalestur. Guðsþjónusta getur farið fram
ekki aðeins á hinum algengu. stöðum og stundum,
heldur einnig alstaðar í náttúrunni og á öllum
tímum. Það er lærdómsríkt og gagnlegt fyrir sálina,
að kynna sér og skoða dýrð og dásemdir skaparans, er
birtast alstaðar í sköpunarverkinu óendanlega. Birtist
jafn vel í einni örlítilli jurt, sem í óteljandi miljónum
sóikerfa. Jafn vel i stjórn forsjónarinnar á smæstu
atvikum lifsins og á högum .einstakra manna, sem á
liandleiðslu hennar og hirtingu á heilum þjóðum og
gjörvöllu mannkyninu. Þetta má meðal annars sjá og
sannfærast um af góðum bókuin og fjölbreyttum. Einn-
ig má oft sjá útlit náttúrunnar, svo fagurt og svo unaðs-