Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 320
316
BÚNAÐARRIT.
og streymdu Héraðsbúar þangað löngum og fengu lán
til jarðakaupa o. fl. Keppni var í mönnum með að græða
sem mest og fjármennirnir voru ástundunarsamir og
óskiftir við fjárgeymsluna, gengu á beitarhús — svo
er enn á Dal og víða á Héraði — stóðu hjá og beittu
mikið; keptust hver við annan um að eyða sem minst-
um heyjum, en láta féð iita sem bezt út og gefa sem
bezta raun. Sem sagt fiamfleytir nú sama landsstær&
helmingi færra fé en fyrir 50 árum. En þetta er ekk-
ert sérstakt með Jökuldal'; í flestum öðrum sveitum hefir
fjárstofninn og gengið saman að miklum mun. Vitan-
legar orsakir til þessa eru ýmsar, svo sem: fólksfækkun
í sveitunum og þar af leiðandi minni heyafli, og í öðru
lagi er meiri fóðureyðsla að tiltölu en áður fyrri, af
ýmsum orsökum, sem ekki verða greindar í stuttu máli,
og loks hafa margir í sauðfjársveitunum hér á Norður-
og Austur-íslandi gert þá óheppilegu breytingu á kvik-
fjárrækt, að fjölga nautgripum á kostnað sauðfjárins. Fjár-
fjöldinn takmarkast af því heymagni, sem aflast á sumrin,
því afréttarlöndin bera með jafngóðum árangri meir en
10 sinnum fleira fé, en nú er í þeim haft. Á Héraði
kváðust menn geta fóðrað 40—50 ær á einu kýrfóðri;
ærnar gáfu af sér í haust, að frádregnum fóðurkostnaði,
8 kr. hver, eða þessi tala 320—400 lu\, en kýrin gefur
af sér þar, að frádregnum fóðurkostnaði, 60 kr. Auðvitað
hvíla meiri útgjöld á því „kapítali", sem stendur i 40
ám, en 1 kú, en hvað sem því líður, þá er fyrir sama
heyraagn hægt að fá 320 kr., eða 60 kr. í hagnað, eftir
því hvort heyinu er vaiið til að fóðra ær eða kú.
Sauðakjötið hér um slóðir er nú að komast í hálf-
virði — eftir næringu, miðað við verð annara fæðuteg-
unda — og lánist það, að kjötið nái sannvirði, þá
fara menn að snúa sér með meiri alvöru að sauðfjárækt-
inni, en gert hefir verið á síðustu tímum.
Afréttarlöndin eru sviplík á þessu svæði, enda liggja
þau saman; það eru ýmsar þurlendis-grasjurtir, sem vaxa