Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 47
BÚNAÐARRIT.
43
Bretlandi um og yflr 75 aura pundið, að frádregnum
flutnings- og sölukostnaði, og svipað verð hafa einstakir
menn fengið fyrir gott smjör hér innanlands.
í formála fóður- og mjólkurskýrslubókarinnar, sem
Landsbúnaðarfélagið gaf út 1903, reiknaði eg undanrennu-
pottinn á 3 aura, en það þótti flestum of lagt. Yel get-
ur verið, að réttara sé að reikna hann 4 aura, og það
er að iíkindum ekki of hátt, þar sem undanrennan er
öll notuð til manneldis, og erfltt er með aðflutning mat-
væla, eins og viðast hér á landi. í eftirfylgjandi út-
reikningi legg eg því til grundvallar 4 aura verð á
undanrennupottinum og 75 aura verð á smjörpundinu.
í athugasemdunum við töflu I. 2. leiddi eg rök a.ð
því, að meðalfeitimagn mjólkur úr ísienzkum kúm
mundi vera 3.76°/o eða kringum það, og að meðal feiti-
magn mjólkur úr einstökum kúm léki á 2,5—5,5%.
Auðvitað eru þó tiltölulega fáar kýr með svo magurri
eða feitri mjólk, hjá meiri hluta kúnna er meðalfeit-
magnið ekki undir 3,25% og ekki yfir 4,25%.
Eg hefi áður tekið það fram, að feitimagn mjólk-
urinnar úr einstökum kúm færi aðallega eftir kynferði
þeirra. Og með vísindalegum tilraunum, sem gjörðar
hafa verið, hefir eigi verið hægt að sanna, að kýr, sem
gefa feitiríka mjólk, þurfl meira fóður en kýr með mag-
urri mjólk, sé nythæðin sú sama, og á hið sama virð-
ist reynzlan benda. Aukning feitimagnsins er pví hrein-
ar tekjur.
Eg skal nú ieitast við að skýra, hvaða munur er
á nýmjólkinni eftir feitimagni, þegar smjör og undan-
renna er verðlagt eins og áður er sagt, og gjört ráð
fyrir, að skilvindur séu notaðar, og smjörgjörðin yfir
hófuð í góðu lagi.
Úr 100 pd. af mjólk með 2,5% íeitimagni fást 2
pd. og 67 kvint smjörs, og til að gjöra smjörpundið
þarf 37 pd. af mjólk. Og potturinn af þeirri mjólk er
tæplega 7 aura virði (nákvæmlega 6,9 au.). Úr 100 pd.