Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 308
304
BÚNAÐARRIT.
efni, ® af holdgjafa og Vs ÍE af feiti. Petta eru
helztu næringarefnin, en auk þeirra þarf mikið af vatni,
sölt o. fl. Flestar fæðutegundir hafa í sér talsvert af
ómeltanlegum efnum og meira eða minna vatn. Og
þarf fæði manna auðvitað að vera því þyngra og meira að
fyrirferð, sem meira er af þessu hvorutveggja. Hollast
er og bezt, að fæðið sé „gott og lítið“. Sömuleiðis, að
hlutföll næringarefnanna fari ekki mjög langt frá áður
sögðu. Mjölefni getur að vísu þénað að miklu leyti í
stað feiti, og feiti í stað mjölefnis. Einnig er álitið, að
holdgjafl geti gengið í stað mjölefnis og feiti. En það
er hættulegt fyrir heilsuna og skaðlegt fyrir efnahaginn,
ef efnin eru misbrúkuð um langan tíma.
Af algengustu fæðutegundum er m j ö 1 e f n i ð eink-
um í korntegundum öllum, jarðarávexti, sykri og rojölk
fmysuostur). Holdgjafi i kjötmat alls konar, eggjum,
flski og mjólk (ostur) og feiti í tólg, floti, kjöti, smjöri,
lýsi o. s. frv. Mikið er af vatni í öllum þessum fæðu-
tegundum, þó mjög mismunandi, nema í sykri, tólg,
eggjum, floti og lýsi.
Annars er hvorki tími til þess nú, né tilgangur
minn, að kenna þetta mikilsverða efni hér, eða rekja
neitt atriði þess út í æsar. Benti að eins á nokkra
helztu upphafsstafina, af því eg vildi segja, að hver
húsbóndi og hver einasta húsmóðir ætti að
þekkja alt, sem að þessu lýtur, og kunna það eins
og að signa sig.
Það er ekki ábyrgðarlaust, að eiga að annast, og eg
leyfi mér að segja ábyrgjast frá þessu sjónarmiði
þroska manna og líkamskrafta, heilsu manna og þægindi.
„Ekki er alt matur sem í magann kemur", og ekki
heldur sama hvaða matur er látinn í hann.
Bað er til dæmis að taka bæði óholt og óbrúkleg
eyðslusemi, að skamta eitt málið eintóman kjötmat eða
fiskmeti, annað málið brauðmeti og þriðja málið jarðar-
ávöxt, eða að brúka einn tíma ársins mest matar slátur og