Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 67
Athugasemdir
um rjómann frá félagsmönnum x*jómabúanna,
sem eg heimsótti 1907.
Eftir áskorun rannsakaði eg eins og í fyrra sumar
rjómann frá hverjum félagsmanni fyrir sig, gaf þeim
einkunn, frá 12 til 3, og fór að öliu eins og áður. Og
nú ætla eg að leyfa mér, að nefna nöfn þeirra heimila,
sem fengu 12 og 11 stig, öðrum til góðs eftirdæmis og
fyrirmyndar. Það er ekki rúm til, að telja öll þau
heimiii, sem fengu 10 stig, og eiga þau þó líka lof skilið
fyrir góðan rjóma.
1. Vogatungubú. Félagsmenn 25. Aðaleinkunn
10,4. — 12 stig fekk Höfn. 11 stig: Vogatunga, Leirá,
Geldingaá, Fiskilækur, Belgsholt, Lækur. — 4'fengu 10
stig, 2 fengu 9 og 1 fókk 7.
2. Iljótshlíðarbú. Fólagar 65. Aðaleinkunn 10,0.
12 stig fengu : Torfastaðir (G.), Sámsstaðir (Á.), Breiða-
bóisstaður. 11 stig: Fljótsdalur, Nikuláshús, Deild,
Heylækur, Teigur (G. og Á.), Grjótá, Arngeirsstaðir,
Kollabær, Toríastaðir (J.), Kotmúli, Sámsstaðir (J. S.),
Núpur, Árnagerði, Bjargvík, Miðkot, Ámundakot, Hólmar,
Voðmúlastaðir, Vatnshóll.— 24 fengu 10 stig, 10 fengu
9, 2 fengu 8, 1 fékk 7 og 1 fékk 4.
3. Apárbú. Félagar 29. Aðaleinkunn 9,9. —
12 stig fékk enginn. 11 stig: Apavatn (Á.), Sel (G. og
J.), Austurey, Minnibær, Kringla (S.), Laugarvatn, Ilólar,
Útey (ICr.). — 10 fengu 10 stig, 8 fengu 9, 1 fékk 7.
4. Hvítárvallabú. Fél. 21. Aðaleinkunn 9.9. —
12 stig fengu: Ausa, Hvanneyri, Hvítárós, Ferjukot.