Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 299
BÚNAÐARRIT.
295
Það er hlægilega misskilin sparsemi, að taka karl-
menn frá slætti til að leita að einni — máske slitinni
— hnappheldu. Og eins að slá með ijánum unz eggin
er komin að bakkanum og orðin eins og á skærum,
eða raka með hrífutindunum unz ekki er Þumlungur
eftir af peim. En hitt er líka misskilin sparsemi, að
hæra hverja þúfu, eins og þegar gæra er rökuð, þar,
sem um miklar slægjur en lítinn áburð er að ræða.
Sömuleiðis að ieggja mikla vinnu eða tíma í það, að
elta smá-dreifar eða fá strá, sérstaklega þegar þau eru
tekin úr bleytu eða leirfor, og látin saman við þurheyið.
Þesskonar nýtni eða hirðusemi getur leitt af sér mikið
tjón, eða staðið í vegi fyrir meiri og betri afla.
Síðari systurnar.
Eg get nú verið orðfærri um síðari systurnar, því
flest sem sagt hefir verið um hinar systurnar, getur líka
átt við þessar, í andstæðri merking. Dæmin flest geta
líka átt við hvorar sem um er talað.
1. Leti.
Orðið 1 e t i er í daglegu tali látið tákna það, þegar
menn nenna ekki að gefa sig við algengri vinnu; þegar
menn ganga með hendur í vösum, eða standa iðjulausir
og jafnvel þó menn stundi eitthvert iítilfélegt „dútl“. En
fleira má með sanni kalla leti, og svo er gert, t. d. það,
að ganga að verki sínu með umtölum, óánægju ogleið-
indum, og vinna það síðan með hangandi hendi og hóf-
lausum hvildum, án umhugsunar um það, hvort verkið
gengur vel eða illa.
I þessari mynd sinni getur letin orðið að ótrú-
mensku. Það er ótrúmenska, ódygð eða í ströngum
slcilningi s v i k, að halda ver áfram við verk sín, eða
leysa þau ver af hendi, þegar sá er ekki við, sem verkið
á að þiggja eða stjórna því. Það er ennfremur leti,
ekkert annað en leti, að flýta sér svo mikið við störf