Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 6

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 6
164 BÚNAÐARRIT t. d. að rækta hveiti, hafra, bygg og gras, og þannig er hægt að skilja ályktanir þeirra, að með votheysgerðinni geti þeir tvöfaldað gripastólinn á sömu iandareigninni, og auk þess stór-bætt hann, því mestur hluti af frjóefnum jarðvegsins komi aftur, þar sem gripir séu aldir á maís- num óþroskuðum, en jarðvegurinn fái ekkert, þar sem korntegundir séu ræktaðar og seldar burtu. Innloud Hvað segir nú innlenda reynslan ? Hefir reynsla. nokkur maður talað eða ritað um votheys- gerð opinberlega, ncma hann hafi haft annaðhvort mjög náin kynni af h.enni oða töluverða reynslu, og hefir nokkurn tima verið reynt einu sinni að mæla á móti henni ? Ekki svo eg viti. Torfl segir í Andvara-ritgerð sinni á bls. 125: „Eg á 2 kýr, sem ekki varð komið til að éta mjöldeigið, þegar kúnum var geflð það vorið 1882, en þær eru eins ánægðar með súrheyið og hinar, og yflr höfuð þykir þeim það öllum svo gott, að ef komið er með súrhey og góða töðu í jötuna í einu, þá snerta þær ekki á töð- unni, fyr en súrheyið er biíið“. Ivýr STierta ekki á góðri töðu fyr en súrlieyið er búið, og læra raiklu fyr og' betur að éta þaft en deig eða kraftfóður. Hvernig lízt ykkur á? Er þetta ekki nógu greini- legt, að minsta kosti hvað bragð og Iostæti snertir? Jú, þetta er afar-lærdómsríkt. Skepnan mundi ekki vera svona gráðug í votheyið, nema henni þætti það gott og yrði gott af pví. Og þetta er ekki einsdæmi hjá Torfa. Svona er það alstaðar,þar sem gefið er vothey. Svona er það hér árlega. Eru þá allar skepnur jafnvitlausar í votheyið ? Já. Gamall hestur var notaður til vatnsdráttar, áður en vatns- leiðslan kom hór. Var hann spikfeitur og alinn á úrvals- heyi. Oft fór hann úr grænu, lostætu heyi ofan að vot- heystóft og hámaði í sig rekjur, sem óhæfar þóttu til fóðurs.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.