Búnaðarrit - 01.08.1916, Síða 8
166
BÚNAÐARRIT
Beitarhús. Ekki er langt síðan að beitarhús voru al-
geng mjög um land ait til ómetanlegs
gagns fyrir sauðfjárbændur. Nú eru þau að mestu horfin,
og er margt, sem því veldur. Sauðir voru mest hafðir
á beitarhúsum, enda bezt að beita þeim. Nú eru þeir
að mest.u horfnir. Þó svo sé, er ekkert vit í því að
hætta að beita gemlingum og ám; það má fara vel með
féð fyrir því, og skynsamleg beit er skepnunni miklu
hollari en kyrstaða í loftillum fjárhúsum. Þá vantar
ieitarhúsamennina. Þeir eru horfnir eins og sauðirnir.
Hvert? Líklega á eftir kvenfólkinu i kaupstaðinn, þar
sem pilsin þjóta. Þykir þeim annað ómaksminna og
notalegra en að standa yfir fé og í snjómokstri.
Þá var víða langt og erfitt að jlytja hey á beitar-
húsin. En víða hagar svo til, að vel mætti byggja beitar-
hús, þar sem auðvelt væri að rubba upp á stuttum tíma
talsverðum fóðurforða í mýrum og fjallalöndum og flytja
í votheystóft heim á beitarhúsin.
Vothey, imu's, Einhver langmerkasti og happadrýgsti við-
f'ramtiðarfóður burður i sögu okkar ísiendinga var stofnun
íslendinga. Eimskipafélags íslands og byrjun á bein-
um verzlunarsamböndum við N.-Aineríku.
Verður að eins bent á einn liðinn, fóðurkaupin.
Um mörg undanfarin ár, fram til stríðsins mikla
1914, hefir amerískur maís kostað í Kaupmannahöfn
kr. 4,50—kr. 7,00 hver 100 pund, venjulegast i kringum
kr. 5,50 100 pundin. 22. júlí 1914, rétt fyrir stríðið, kostaði
La Plata maís kr. 5,35 og hýddar bómullarfrækökur
frá New Orleans kr. 6,90 100 pundin fob. Kaupmanna-
höfn. Það virðist ekki fráleit hugsun, að íslenzkir bændur,
sem eru nálega helmingi nær ameríska markaðinum en
danskir bændur. geti fengið fóðurvörur sínar með svipuðu
verði og þeir. Virðist ekki vanta annað til þess en al-
menn samtölc, svo kaupa inegi nógu mikið í einu, til þess