Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 13

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 13
BÚNAÐARRIT 171 þurkhúsum, þar sem þeir yfir kolaeldi, við meira en 100 stiga hita, þurka nær alt vatn úr heyinu. Telja þeir að þá tapist því nær ekkert úr heyinu, og vænta þeir sér mikils úr þeirri átt. — Þetta fáum við líka, þegar raföldin rennur upp hjá okkur. Veðráttan. En gleymum ekki veðráttunni. Gleymum ekki hausthretunum. Gleymum ekki hrakn- ingunum, vinnutjóninu, heyskemdunum, skömminni, skaðanum, sem af því hlýzt — og nú t. d. er ný- afstaðinn. Hann hefir margan þrekmanninn beygt, vegna þess að alt of fáir vildu færa sér í nyt þekkingu og reynslu sér færari manna. Burt með svefnpokann. Látum 1913 og 1914 standa sem ógnandi svipu yfir höfðum okkar. Byggið votheys- tóftir og notið þær. Yotheystóftir vel notaðar eru fóður- forðabúr. Þá getið þið hnarreistir — eins og mentuð- um inanni sæmir — horft beint framan í næstu harð- indin, því að þau koma aftur áður en varir eins vissu- lega og dagur fylgir á eftir þessum degi. Það er haust. Rok og rigning. En annaðhvort er að reyna að slá meira, safna meiri fóðurforða, eða fækka bústofninum, því illa hefir heyjast að sumrinu. Það er ömurleg tilfinning, sem grípur mann, að fara að slá í svona veðri, og svo er kvíðinn fyrir vetrinum — alt hjálpast að, til þess að draga úr kjarkinum. Til hvers er verið að hjakka, ekkert þornar. Jú, heyið er flutt heim á tún, eina þurra blettinn. Þar grotnar það niður og stórskemmir túnið. En lítið hefir ræzt úr með fóðurforð- ann. Gætni maðurinn rekur féð í kaupstaðinn, sér þó eftir fallegu lífkindunum sínum, en trassinn setur á „guð og gaddinn", og afleiðingin er oft — horfellir. — Þetta er Ijót Jýsing, en svona eru, þvi miður, margir kaflar í búnaðarsögu okkar. En votheystóftin stendur og bíður eftir haustfengnum. Virðist það óliku saman að jafna, að demba heyinu ofan í

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.