Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 15

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 15
, BÚNAÐARRIT 173 öskuhaug, en ekki hafði hann tíma til að hlaða hana innan. Fláðu veggir sumstaðar um 8 þuml., en sum- staðar voru þeir nær því lóðréttir. Neðst á botninn lét nú Björn allþykt lag af mýrar- heyinu. Þurfti það mesta pressu. Yar það fullsigið alls yflr Ú/s'. Þar næst lét hann há 2/b og Vs af móaheyi hrist saman, en utan með veggjum og efst iét hann ínýrarhey til hlífðar betra heyinu. I sex daga var Björn að fylla gryfjuna. Þrjá fyrstu dagana var hægur hiti, 30—40°, en úr þvi óx hann ört upp í 70 stig. Var þá dembt á fargi, nær álnarþykku grjótlagi, og fór þá strax að kólna. Eg tel víst, að hitinn hafi orðið svona mikill sökum þess, að mýrar og móa heyið var síðslegið, fullsprottið og trénað, og í öðru lagi lítið eitt farið að þorna í sætinu. Ennfremur varaði eg Björn við að troða fast saman, þvi eg bjóst fremur við of litlum en of mikluní hita. Alt þetta heíir valdið ofmiklu lofti og ofmikilli gerð og hita- myndun í heyinu. Fullsigið var heyið 3 álnir í tóftinni. Og um árang- urinn segir Björn sjálfur svo: „Mýrarheyið, sem undir var, verkaðist vel og ázt piýðilega, jafnvel betur en miklu kynbetra þurhey, og úrgangur var sama sem eng- inn. Hána og móaheyið fékk eg alt óskemt, og átu kýr það með beztu iyst. Þar sem veggir voru lóðréttir, var sáralítill úrgangur, en talsverður þar sem veggir fláðu 6—8 þuml. Gisinn striga strengdi eg síðar yflr gryfjuna, svo snjór félli eigi ofan í hana, en rignt hafði alt haustið ofan i opna gryfjuna, án þess að það virtist koma að sök. Þessi aðferð er að mörgu leyti ágæt. Get eg ekki nógsamlega mælt með henni. Gryfjuna endurbætti eg í vor, til þess að hafa hana til, hvenær sem á þarf að halda“. Tvívegis höfum við hér á Hvanneyri slegið uppi í flóa sinurubb, til þess að hafa ofan á votheyinu, hánni,

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.