Búnaðarrit - 01.08.1916, Qupperneq 20
178
BÚNAÐARRIT
25 tu. sement á 8 kr...................kr. 200,00
34 plötur þakjárn 10 fela á 3 kr. 50 au. — 119,00
Timbur í sperrur, langbönd, hlera o. fl. . — 75,00
Naglar...................................— 20,00
Vinnulaun................................— 250,00
Samtals kr. 664,00
Þessi hlaða tekur 15X8X5V2=660 ten.álnir.
Hver ten.alin kostar þá 1 krónu í allvandaðri hlöðu,
og samkvæmt því, sem áður er áætlað, kostar hlöðurúm
kr. 2,00—3,30 fyrir hver 100 kg., en tiltölulega því
minna sem heyið er betra og hlaðan stærri.
Hvað kostar nú vönduð votheystóft yfir 100 kg. a£
þurheyi?
Ameríkumenn segja, að „silo“, sem taki 100 tonn,
kosti 289 dollara eða (2,89X3,75) kr. 10,84 fyrir livert
tonn. Þetta eru afar-vandaðar byggingar með steyptu
gólfi og þaki. Miklu vandaðri en hlaðan hans Björns
míns, þó góð sé. Úr einu tonni af votheyi fáum vi&
alt að 600 pundum af þurru heyi. Kostnaður í þeim
fyrir hver 100 lcg. þurt hey verður því ^|^=kr. 3,60.
Gryfjan hér á Hvanneyri er steinsteyptur rétthyrn-
ingur, 10X 12X53/r alin. Kostar hún um kr. 1050 og
tekur um 5000 teningsfet eða =125 tonn af vot-
heyi. Á henni er hreyfanlegt járnþak yfir votheyið, en
botninn að eins púkkaður og veggir ekki eins vel
„kastaðir" og sléttir („pússaðir") sem skyidi.
Hér kostar rúm yfir 100 kg. = kr. 2,80, eða
rúmlega meðaltal af hlöðu Björns.
Það er nú eðlilegt, að álíka dýrt sé að byggja jafn-
vandað hús yfir vothey sem þurt hey, en ef við getum
nú sparað þak yfir votheyið, þá verður alt annað ofan á.
Á hlöðu Björns er þakið fullur þriðjungur af hlöðuverðinu,
en segjum nú, að þakið sé að eins hluti, er þó 20°/o
sparnaður, eða vönduð votheystóft, þaklaus, er litið dýrari
en meðal heyhlaða, miðað við sama rúmmál, eða kr. 2,25