Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 23
181
BÚNAÐARRIT
gjöf, sem Ameríkumenn vilja gefa kúm, og það miklu
stærri kúm en okkar.
Sauðfé getur étið mikið af votheyi, en ekki mun
vera ráðlegt, einkum ef fóðrið er súrt, að gefa kindinni
meira en 2—3 pd. á dag að meðaltali, og engri skepnu
mun vera ráðlegt að gefa meira en í mesta lagi helming
gjafar í votheyi. Getur þá hver og einn reiknað gjöíina,
þegar teija má 3,5 pd. af votheyi velverkuðu jafngildi
1 pd. af samskonar velverkuðu þurheyi.
Samkvæmt þessu má áætla, að kýr éti elcki meira
en 24 pd. á dag í 250 daga eða ^5^24 = 3 tonn af
votlieyi yfir veturinn að meðaltali og kindin 2 pd. á dag
i 150 daga, eða 100 fjár éti —^100 = 15 tonn, eða
eins og 5 kýr yfir veturinn í 250 daga, eða 8 kýr í
150 daga.
Samkvæmt þessu hefi eg búið til litla yfirlitstöflu,
þar sem rúmmál gryfjunnar er reiknað í teningsfetum,
og hvert teningsfet er reiknað 50 pd. Býst eg við, að
flestir munu byrja með há eða gott hey, sem erfitt er
að þurka, og mestur skaði er í, ef hrekst. En útkomuna
í töflunni hefi eg í tonnum, sem má firma þannig:
'r*"*aooo*~ ~ tonn> Þar sem r þýðir x/2 þvermál gryf-
junnar, ji er 2ih, h gryfjuhæðin og 50 er pundatala ten-
ingsfetsins. Þessu öllu er deilt með 2000, sem er punda-
talan í einu tonni.
Ef votheyið er úthey, svo teningsfetið sé í kring um
40 pd. en ekki 50, má minka tonnatoluna hlutfallslega
með því að margfalda hana með 4 og deila með 5. Þarf
því Ú5 stærri tóft undir úthey en há eða snemmslegna
töðu með sama tonnaþunga.
Tökum t. d. bónda, sem á 3 kýr og 100 fjár. Hann
þarf 9-j-15 = 24 tonn af votheyi, eða gryfju, sem er
12 fet á dýpt og 10 fet í þvermál, eða 15 og 9 fet.