Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 30

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 30
188 BÚNAÐARRIT jafn steypugrautur fáist í öllum veggnum. Oft má sjá mölina sér í lögum, líkt og lokræsi væri lagt í vegginn. Slíkur veggur lekur eins og hrip. Er það einkum neðst i hverri nýrri færu, eða þegar nýsteypt er ofan á eldri steypu. Mölin vill lenda neðst, þegar helt er í mótin; þarf að rífa hana upp og jafna með járnkrók eða öðru verkfæri, svo sementsblandan nái að fylla vel út að mótveggnum. Berja skal steypuna fast saman. Tvöfalda veggi steypa þeir sjaldan, nema þar sem kalt er, og hafa þeir til þess mót úr stálplötum með einkaleyfi. Innri veggurinn er þá hafður 5’/V' þykkur, ytri veggurinn 31/2” °S loftrúm á milli. Yeggirnir festir saman með stálböndum. Til þess að fyrirbyggja hringrás loftsins, er tjörupappi látinn láréttur á milli veggja við hvert 3V2 fet í hæð. Vegghæðin. Fyrsta l>oðorð AmeríkumanDa er það, að veggirnir séu loftþéttir. Þriðja boðorð, að þeir séu vel sléttir innan og lóðréttir, svo fóðrið sígi jafnt. og vel og verði eigi fyrir skaðlegum áhrifum lofts- ins. En annað boðorð þeirra er það, að veggirnir séu nógu háir, gryfjan nógu djúp. Venjulegast hafa þeir gryfjurnar tvisvar til þrisvar sinnum dýpri en þvermál þeirra er, og aldrei minna en einum þriðja. T. d. hafa þeir gryfju, sem er 10 fet í þvermál, venjulega i kring um 20—25 fet á dýpt. Þeir segja: „Gamla lagið var að hafa gryfjurnar eigi nema 12'—15'. Nú teljum við lágmarkshæð þeirra 20', og fáir byggja nú lægri gryfjur en 30'—40', og jafnvel þar yfir“. Það sem mælir með því, að hafa gryfjurnar hlut- fallslega djúpar á móti viddinni, er það, að þá eru minni rekjur oian á í hlutfalli við efnismagn. Ennfremur er meira fóður i hverju teningsfeti í djúpu gryfjunum vegna þungans, t. d. reikna Ameríkumenn 18 tonna þunga í gryfju, sem er 8 fet í þvermál og 20 fet á dýpt, en

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.