Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 31

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 31
BÚNAÐARRIT 189 47 tonn í helmingi dýpri gryfju jafnvíðri. Þeir reikna teningsfetið að meðartali 40 pd. Einnig er hægra og betra að taka úr þeim votheyið. Með færri skepnufjölda má taka ofan af allri heystæðunni í einu nægilega þykka sneið daglega eða ]"—2" (sbr. síðar). En mesta áherzlu leggja þeir þó á það, að þegar t/ryfjan er orðin 20 fet og þar yfir, þarf elcki að fergja fóðrið sérstahlega. Heyið fergir sig sjálft. Því ekki þá að hafa gryfjurnar minsta kosti 20 fet á dýpt? Jú, það er auðvitað gott og sjálfsagt, þar sem hægt er að koma því við. Ameríkumenn hafa auk skurðarvélarinnar, sem sker fóðrið í */2 þuml. búta, sterkar blástursvélar. Blása þeir þessu fínskorna fóðri efst upp í turna sína (silo), en til þess þarf mótor, eða eitthvert handhægt hreyfiafl. En það höfum við ekki enn þá. Þess vegna verðum við að draga af hæðinni, og það álít eg ekki heldur frágangssök, en þá þarf vitan- lega að sama skapi meira farg ofan á heyið, sem tóftin eða stabbinn er lægri. Þó eg telji það æskilegt, að gryfjan sé sem dýpst, má þó vel búa til vothey í grunnum gryfjum: t. d. er gryfja Eggerts Finnssoriar ekki dýpri en 6 fet (meðal- breidd 7 fet og lengd 20 fet) og heppnast honurn ávalt vel votheysgerðin. Já, votheysgerð getur heppnast, þó engin gryfja sé. Það má hlaða heyinu í stakk, eins og siðar skal drepið á. Gryfjnvíddin. Jafnvel þó djúpu og mjóu gryfjurnar séu að ýmsu leyti taldar heppilegri, má þó geta þess, þar sem ekki er hægt að koma þeim við, að viðu gryfjurnar taka miklu meira hlutfallslega en beint þvermálið segir til. Þannig sjáum við á töflunni, að gryfja 12' á dýpt og 8' á vídd tekur að eins 15 tonn, en helmingi víðari gryfja (16') jafndjúp tekur fjórfalt meira hey. I þá fyrri fer í vegginn ópússaðan 7 tn. sement, en þá seinni 14 tn. með blöndunarhlutföllum

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.