Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 32

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 32
190 BÚNAÐARRIT 1:4:7. — Af þessu má sjá, að víðu, en tiltölulega lægri gryfjurnar verða ódýrari og okkur oft þægilegri í notkun. Illiðar- Gryfjan verður að þola samdrátt og þenslu, þrystingur. sem orsakast af vætu, hita og kulda, og standi hún hátt upp úr jörðu, verður hún að þola rok og hristing (landskjálfta). En auk þessa, verður hún að þola hliðarþrýstinginn, sem er allmikill meðan heyið er að síga (sbr. vökva, högl og aðra auð- hreyfilega líkami, sem þrýsta jafnt í allar áttir undan átaki). Á fullsignu votheyi er enginn hliðarþrýstingur, að eins botnþrýstingur (sbr. fasta líkami). Þessi hliðar- þrýstingur, sem veggirnir þurfa að standa á móti, fer jafnt vaxandi með gryfjudýptinni, þ. e. a. s. votheys- stabbanum, og farginu, sem á honum hvílir; er hann talinn að vera 11 pd. á hvert ferfet í vegg fyrir 1 fet 'í hæð. Votheysstabbi, sem er 12' á hæð, þrýstir því á hvert ferfet neðst í hliðarvegg gryfjunnar með 11X12= 132 pd. hliðarafli; stabbi 20' á hæð 11X20=220 pd. á hvert ferfet, Af þessu sjáum við, að veggirnir þurfa að vera því sterkari, því hærri sem þeir eru, en það er fjórða aðal- boðorð Ameríkumanna, að hafa veggina vel sterlca. Styrkja Til styrktar veggjunum er talið ágætt að vegg-inn. snúa saman 2 eða íleiri strengi af síma- vír nr. 9 og leggja í steypuna 2 þuml. írá ytri brún. Mætti vafalaust nota til þess venjulegan sléttan vír, eða jafnvel enn betur gaddavír, sem mundi bíta sig vel fastan í steypuna. Séu gryfjurnar 20 feta háar eða hærri, þarf lóðrétt járnbönd, og eru þau fest við láréttu vírböndin. í lóðróttu teinana eru 3 feta langir s/s" stálbútar, sivalir, taldir mjög góðir. Er þeim krækt saman jafnóðum og mótin eru færð.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.