Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 40

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 40
198 BÚNAÐARRIT þar að fá sér frekari fræðslu í bókum þeim, sem ritaðar hafa verið um þetta efni. Það er þá fyrst að geta þess, að í jurtunum okkar eru ýms næringarefni, lífræn efni, er jurtin hefir myndað úr dauðu náttúrunni með aðstoð sólarljóssins. Sólin veitir aflið, orkuna, jurtin smiðjuna, sérstök smálíffæri, er nefnd eru litberar, og dauða náttúran efnið: vatn, steinefni og kolsýru loftsins. Þannig sjáum við, að jurtin er milliliður — alveg nauðsynlegur milliliður — á milli ólífrænu efnanna annars vegar og hinnar lifandi náttúru hins vegar. Tilvera okkar mannanna byggist því, enn sem komið er, eingöngu á tilveru jurtanna, og má í rauninni skifta öllum lifandi verum i 2 stóra flokka: I. Allar verur, sem geta tekið alla fæðu sína óháðar öðrum, og eingöngu geta lifað af ólífrænum efnum. Eru þær nefndar sjálfnærandi og eru: 1. allar Uaðgrœnar jurtir og 2. nolckrar gerlategundir. II. Allar verur, sem ekki geta lifað nema á fæðu, sem aðrar verur hafa búið til handa þeim, lífrænni fæðu, en jafnframt éta nokkuð af ólífrænum efnum. Þessar eru: 1. jurtir, sem ekki hafa blaðgrænu (allir sveppir og flestar gerlategundir), 2. allar skepnur. Næringarefnunum, sem við skepnurnar þurfum og plönturnar hafa, má skifta í 7 aðalflokka: vatn, eggja- hvítu, amíðefni, fitu, jurtataugar, steinefni og önnur efni. Hér er ómögulegt, þó þörf væri, að fara að iýsa hinum einstöku efnaflokkum, en tökum t. d. nýslegið gras og efnarannsökum, þá finnum við eitthvað á þessa leið : vatn 74%, eggjahvita -\- amíðefni 3°/o, fita 0,7%, jurtataugar 6,8%, aska 2,5°/o og önnur efni 13%; eða tökum meðaltal af 12 íslenzkum töðurannsóknum : vatn 15,36, eggjahvíta-j- amíðefni 10,54, fita 3,21, jurtataugar 21,00, aska 9,73 og önnnr efni 40,16%. Hér finnum við þá alla aðalllokka næringarefnanna, og skulum nú lítið eitt nánara athuga, hvernig þeir breyt- ast í votheyinu.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.