Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 45

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 45
BÚNAÐARRIT 203 öl, vín, brennivín, brauðgerð o. s. frv.; eru það* vissir rnyglusveppir (mucortegundir) sem geta gert þetta, og er nóg af þeim í votheyinu, þegar hitinn er ekki nógur og heyið myglar. Inuri tiudun. Menn eru nú ekki á eitt sáttir, hvort vín- andinn i votheyinu myndast á þennan hátt, «ða við svonefnda innri öndun, þar sem sykur breytist í vínanda og kolsýru, alveg eins og við vínandagerð, en súrefni loftsins kemst ekki að. Eru það gerðkveikjur, sem valda því. Síðan 1861 að Pasteur fann smjörsýru- geriiinn, hafa fundist margar gerlategundir, sem ekki einungis geta verið án, heldur jafnvel alls ekki þola súr- efni loftsins, og nú þekkia menn margar gerla- og sveppa- tegundir, sem bæði þola loft og geta verið án þess. En enn meir urðu menn hissa, þegar E. Pflúger fann 1875, að æðri dýr og jurtir gátu lifað um lengri tíma án þess að anda að sér súrefni loftsins, eða anda, eins og átt er við í daglegu tali. Því hefir jafnvel verið haldið fram, af ekki minni manni en W. Pfeffer, að þessi innri öndun væri ávalt á undan og orsakaði beint súrefnisöndunina, sem svo strax breytti vínandanum, er fyrst myndaðist við innri öndunina, í kolsýru og vatn. Nú er það talsvert mikil orka, sem verður frjáls, þegar sykur breytist í kolsýru og vínanda, og einmitt þessa orku geta lægri jurtir (og dýr) notað til þess að knýja áfram sína lifandi vél fyrir fult og alt eða um stundarsakir (froskur t. d. í 25 tíma). Þegar um æðri jurtir og dýr er að ræða, sem ekki geta komist af með þessa orku til þess að fullnægja lífsstörfum sínum, eða eins og hjá blóðheitum skepnum, þar sem víst kolsýru- magn lamar taugar þær, er stjórna hjartslætti og blóðrás, eins og drepandi eitur; þar verður að taka til súrefnis- öndunar, til þess að fá frekari orku, frekari bruna, meiri lífsþrótt, og losa líkamann við kolsýruna og önnur skað- leg efnaskifti.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.