Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 46

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 46
204 BTJNAÐAKRIT Edikssyra. Komist nú loft að votheyinu að ofan eða gegn um veggi, breytist vínandinn fljótt í edikssýru, bezt við 20—30° hita (CsHs OH + 0» = C 2 H 3 0 OH -f- H2O), og nú fer að verða súr iykt og bragð að því. Hér eru ýmsar gerlategundir starfandi, og enn aðrar, sem sýra edikssýruna áfram í kolsý-ru og vatn. Smjörsýra. Og altaf fer það versnandi. Nú fer að koma súr óþefur af votheyinu. Eru það enn ýmsar gerlategundir, er valda þessari gerð; starfa þær bezt við 25—30° hita, og má það tákna á þennan hátt; C 6 H 12 0 6 = C i H « 0 2 (smjörsýru) -f- 2 CO2 -f- 2 Hs), Hér liðast þrúgusykurs-sameindin í sundur án sýringar, súrefnis, enda er það „algerður loftleysingi", sem hór er duglegastur að starfa. Nú íer heyið að fúna og grotna í sundur og verða mjög lélegt skepnufóður, og enda- hnútinn getum við rekið á með mýralofts (CIC4) eða frumuefnisgerðinni. Hér eru það líka ýms kolvetni, jafnveí tréefni og frumuefni (sellulosa), sem annars lætur nú ekki undan öllu, sem leysist sundur og einkum myndar mýra- loft (CH<) og kolsýra (CO2). Má það tákna þannig; C«Hi2 06 = 3CHi4-3 CO2. Frjálsa vatnsefnið (H) og mýraloftið, sem myndast við þessar síðustu tvær gerðir, er ákaflega gráðugt í a?ý komast í önnur efnasambönd, og þar sem venjulega köfnunarefnissamböndin rotna jafnframt, losnar um brenni- stein í þeim, og slá þau sér þá saman og mynda t. d. brennisteinsvatnsefni (H2S) og fleiri afar-daunill efni. Heyið er nú orðið að mykju og al-ónýtt til skepnu- fóðurs. En vel má enn nota það sem áburð, t. d. undir þökur. Hér hefir þá verið farið á hundavaði yflr helztu liðr \otheysgerðarin?iar. Sjá menn það, að hér eru gerlar og önnur ósýnileg öfl starfandi. Vandinn er að halda þeim í skefjum og beina þeim í rétta átt, svo þau starfi með okkur, en ekki móti.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.