Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 55
BÚNAÐARRIT
213
Ameríkumenn eru hættir að fergja heyið í tóftinni,
láta það fergja sig sjálft, en til þess þarf tóftin að sögn
þeirra að vera minst 20 fet á dýpt. Þeir gera hvert
teningsfet af signu votheyi að meðaltali 40 pund; er þá
botnþunginn, eða sá þungi, er hvílir á hverju ferfeti af
botni gryfjunnar, 20X40 — 800 pund.
Dr. Ramstedt hefir rannsakað rúmmálsþunga fóðurs-
ins á mismunandi stigi og set eg hér eftirfarandi töflu:
1. móttökudegi; heyatabbinn 1—2 m. áhœð; rúmm.þ. 0,2; enginnhiti
1. 2-8 - - - —0,3 — —
y —„— 5—6 - - — -„— 0,4 — —
ö.—6.— —„— 5—6 - - — —„— 0,6 hiti kominn
2—3 mánuðir -„- 3-6 - - - — „— 1,0 orðið kalt
Hér táknar 1 fullsigið og kalt vothey, og látum við
teningsfetið af há vera 50 pund; er tæplega hægt að
reikna Ut þunga ten.fetsins eftir hinum tölunum.
Próf. Westermann getur þess, að samkvæmt rann-
sóknum þurfi á 6. deyi 6 metra háa stæðu, eða nálega
20 feta, til þess að mynda hæfilegan botnþunga í súr-
heyi. Eftir töflunni að dæma verður þá Iiæfllegur flotn-
þungi: 20 fet x 50 x 0,6 = 600 pd. íi ferfet (um 3000
kg. á fermetra).
Þennan botnþunga tel eg haganlegan; mun egsjaldan
hafa haft hann meiri, og gefist vel. Eftir þessu er auð-
velt að ákveða fargið, en það er mjög áríðandi, að það
sé nokkurn veginn hæfilegt; þó er betra að hafa það of-
mikið en of lítið. Vill þá mygla eða hitna um of. Þegar
teningsfetið er 50 pd., gefur hver alin í hæð 100 punda
botnþunga; 4 álna hár stabbi fullsiginn af há þarf þá
200 pd. af grjóti á hvert ferfet, 6 álna hár stabbi full-
sigiun gerði 600 punda ferfets-botnþunga, og þyrfti þá
eftir því ekkert farg ofan á heyið, enda mundi iika sá
stabbi vera á 5.—6. degi == 20 fet á hæð (rúm-
málsþungi 0,6).
Jafnvel þó stabbinn væri nú svona hár, væri ráð-