Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 56

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 56
214 BÚNAÐARRIT legt að hafa samt nokkuð af gijóti ofan á heyinu, t. d. 80—100 pund á ferfet; mundi skemdalagið veiða minna ofan á, og er það fyrirhafnarlitið. Margir tyrfa ofan á heyið undir grjótið. Tel eg það óþarfa og er alveg hættur því. Torfið kostar peninga eigi all-litla, og veldur á ný fyrirhöfn og óþrifnaði að vetrinum, þegar verið er að taka heyið. Betra tel eg að láta þunt lag af úrgangsheyi, má vel vera þurkaður ruddi frá fyrra ári, ofan á votheyið, og grjótið beint þar ofan á. Bleyta skal ruddánn duglega, svo síður gufi vatn upp úr heyiuu, sem undir er. Fúnar þá ruddinn fljótt og myndar loftþétta, blauta skán ofan á, sem varnar frekari skemdum undir. Só úrgangsruddi ekki til, mun blautt torf sennilega eitthvað draga úr skemdunum undir grjótinu. Fyrsta árið hafði eg tré meðfram veggjum og bar þar grjót á ofan. Reyndist mér það illa. Trón bitu sig fast í steinhrufur á veggnum og ultu frá honum og tóku með sér grjótið, en við það fergðist heyið lakar með veggnum. Nú hefi eg því heyið bert undir grjótinu. Þegar fatgið er látið á, er sjálfsagt að byrja út við veggi, raða steinum hringinn í kring, og haida svo áfram, og enda í miðju. Bezt er að hafa heillegt hnullungs- grjót, sem ekki molast sundur. Eru beztir vel meðfæri- legir steinar, 50—100 punda. Hcyið sígur. Ekki er gott að gefa algilda reglu fyrir þvi, hvað heyið sígur mikið; er það mjög mis- munandi, eftir því hvernig heyið er og hvernig látið er í gryfjurnar. Hafa má töflu Ramstedt sér til hliðsjónar. Þar sést, að heyið sígur afarmikið, eða nálega 5 sinnum frá fyrstu ílátning, en ekki nema 3/b frá 6. degi innlát- ningar, þegar stabbinn var þó búinn að fá 5—6 metra hæð. Hér hefir innlátning nálega ávalt staðið yfir 1 fleiri vikur, og þegar tóftin er orðin barmafull og hiti er kom- inn í heyið, eftir svo sem vikutíma, má flytja kappsam- lega í tóftina allan daginn, án þess mikið hækki í henni,

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.