Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 57
BÚNAÐARRIT
215
svo sígur ört. í fyrra haust var tóftin tvífylt, svo að 3 álna
kúfur stóð upp úr henni; i fyrra skiftið seig kúfurinn
alveg niður í tóftina, en í seinna skiftið var um lVa alin
upp úr, þegar fargið var látið á, og seig það aldrei meira
en svo, að vel sást. á fargið upp úr gryfjunni. Þá hefir
það að iokum sigið að eins VB—V6 gryfjuhæðinni.
Stakkurinn, sem stóð upp við votheystóftarvegginn, var
líka tvíborinn upp um 9 álna hár. í fyrra skiftið seig
hann á 4—5 dögum um 4 álnir af 9, eða tæpan helm-
ing farglaus, en i seinna skiftið seig hann undir farginu
um fullan helming, var að meðaltali um röskar 4 álnir
á hæð fullsiginn. Fargið á stakknum var 150—200 pd.
á ferfet, og var stabbinn V* mánaðar gamall, þegar fargið
var látið á.
Af þessu má sjá, að heyið sígur afskaplega misjafnt,
Vg—2/# e^a meiraí ef snögglátið er í tóftina og litið troðið.
Vill því grjótálátningin verða nokkuð ágizkun í fyrsta
skiftið, sem það er látið á. En eftir viku er svo sigið,
að vel má sjá hvað stabbinn verður hár fullsiginn; má
þá jafna fargið eftir þörfum, með því að hafa hugfast,
að 100 punda farg þarf á livert ferfet fyrir hverja
fullsigna alin af háarvotheyi, sem vantar í 6 álna háan
stabba. Þetta má finna með því, að mæla á nokkrum
stöðum feralin og vega grjótið á hverri alin. Álnarþung-
inn deildur með 4 gefur þunga á hverju ferfeti.
Eftir fyrstu tilraun er björninn unninn. A heyinu
má mikið marka, hvort fargið hefir verið nóg. Er bezt
að hafa sama grjótið ávalt við gryfjuna og nota það
eftir þörfum þar, en ekki að vera að taka af því til
annara þarfa og bæta svo aftur við óákveðnum slatta.
Vatn sem farg. Eins og fyr hefir verið getið, hafa Ameríku-
menn ekki farg á votheyi sínu. Láta það
fergja sig sjálft. Eru margir teknir upp á því, einkum
1 lægri gryfjum og ef heyið er þurt látið í gryfjuna, að
troða heyið sem allra bezt saman á yfirborðinu og hella