Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 63

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 63
BÚNAÐARRIT 221 litið eitt frábrugðinn því, sem hér var lýst, og er vanda- laust fyrir hvern smið að búa hann ti). Kranann ætti að útbúa sem fyrst, svo nota mætti hann meðan verið er að grafa gryfjuna. Draga mætti upp í einskonar hey- hripi og spretta úr því niður í hjólbörurnar eða kerruna. Frá tóftinni má aka heyinu í stórum heybörum, grindahjólbörum, eða kerru, eftir vegalengd, í penings- húsin. Þar sem stjzt er og innangengt úr fjósi í hlöðu — votheystóft — mætti hafa rennibraut, er lægi inn í fóðurganginn. Gæti hún staðið í beinu sambandi við mykjubrautina og áburðarhúsið eða haugstæðið. Hey-hjólbörurnar, sem nefndar voru, eru mesti þarfa- gripur víða, litlu ónauðsynlegri við heyskap en orf og hrífa. Eru þær notaðar til þess að aka blauta heyinu á þurkvöll frá rakstrarkonum, jafnóðum og saxað er. Þegar regn og bleytur eru, tekur karlmaður föngin og ekur heyinu á þurkvöll. Blotnar kvenfólkið þá eigi úr heyinu og þreytist síður. Vinnusparnaður og vinnuléttir er afar- mikill, þurkvöllur notast betur, og öll síðari vinna verður drýgri. Bar sem langt er á þurkvöll, verður auðvitað að hafa heyvagn, heysleða eða önnur mikilvirkari ílutn- ingstæki. Á vetrum notum við þessar börur, til þess að aka heyinu úr hlöðunum í fjósið. Meisaj'arganið þekkist elcki. Kolsýrneitriiu. Sumir telja hættulegt að fara ofan í djúpar gryfjur, vegna kolsýru, er myndast við öndun og gerð votheysins, aðrir ekki. Kolsýran er kæfandi, og þyngri en loft. Liggur því neðst á botninum. Henni má ausa upp úr gryfjunni líkt og vatni með föt.u og hvolfa úr. Prófa má kolsýrumagnið með því, að renna luktar- Ijósi niður á undan sér. Drepist það, er varasamt að fara niður. Betta þekkja menn úr baðstofum og híbýlum manna, þar sem margir eru samankomnir. Ljósið dofnar, en lifnar við aftur, ef hreinu lofti er hleypt inn.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.