Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 65

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 65
JBÚNAÐARRIT 223 sem bæði er vandasamt og eitt af þýöingarmestu störf- um heimilisins. Skepnan skoði mjaltarann sem kær- kominn vin, en kengstikli ekki básinn af hræðslu. Þá veiður samvinnan bezt, árangurinn mestur og beztur.. Hugsunarlaus, liirðulaus og skilningslaus mjaltari er verri en stórþjófur á heimili. Ráðin. Um leið og eg er að enda þessar línur, kemur mér til hugar: Skyldi eg mi geta írelsað eina sál, fengið einn mann á öllu landinu til þess að byggja votheystóft og búa til vothey? Ekki þori eg að fullyrða neitt um það. Nei, það þýðir ekki að skrifa, þýðir ekki að tala. Nú, hvað á þá að gera? Fækka við- fangsefnum, en fjölga ráðunautum, duglegum ráðunautum, sem ekki segja: farðu, heldur: komdu, við skulum búa til vothey, eg skal hjálpa þér og abyrgjast að vel fari. Með veiðlaunum, háum verðlaunum, mætti verðlauna eiristaka menn fyrir góða votheysgerð, en þeir séu aftur skyldir t.il að veita ókeýpis kenslu á sínu heimili í vot- heysgerð. Með lagaákvæðum, ef eigi fengist með góðu, mætti fyrirskipa likt og með safnforir, að enginn fengi styrk til búnaðarframkvæmda, nema hann hefði bygt hæfilega stóra og góða votheystóft., að dómi þar til kjör- inna manna, og búið til í henni velverkað vothey, minst í þrjú ár. Tilraunir þyrfti ýmsar að gera viðvíkjandi votheys- verkuninni. Fóðurtilraunir, einkum á hestum og sauðfó i sambandi við beit og þurheysgjöf. Föðurtegundir, einkum hvað heyið mætti vera þurt og hrakið, svo fóður geti þó orðið í votheyi. Oryfjan sjálf, efni, byggingaraðferð, lögun og dýpt, hentug og traust mót o. fl. Við erum að basla með altof mörg viðfangsefni, og lendir því í handaskolum. Okkur vantar fé,en þó öllu frem- ur nógu marga dnglega og hagsýna sérfrœðinga, til þess að framfylgja af afli okkar nauðsynlegustu áhugamálum. Þess vegua veiður að fylkja fé og liði á nokkur bráð-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.