Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 67
búnaðarrit.
*
Arsfundur
Búnaðarfélags íslands 1916.
Hann var haldinn í Iðnaðarinannahúsinu í Reykjavík
laugardaginn 13. maí.
Fram var lagður og lesinn upp reikningur félagsins
fyrir árið 1915, ásamt efnahagsyfirliti 31. desember 1915.
Eignir félagsins um árslok 1915 voru kr. 78268.91, en
höfðu um árslok 1914 verið kr. 76139.75. Eigna-auki á
árinu kr. 2128.16. Hann mátti minstur vera eftir lögum
félagsins 760 kr. Að eigna-aukinn hefir orðið kr. 1368.16
meiri kemur aðallega af því, að vegna ótíðarinnar 1914
og dýrtíðarinnar 1915 var á þeim árum minna fullgert
en við var búist af jarðabótum þeim, sem félagið hafði
heitið styrk til, og kom því minna af þeim styrkjum 1
gjalddaga á árinu 1915 en ella mundi. Þær kr. 1368.16,
sem spöruðust árið sem leið, eru því skoðaðar sem
geymslufé, sern taka megi til á þessu ári. Lofaðir jarða-
bótastyrkir, sem ekki eru enn komnir í gjaiddaga, nema
nú 7—8 þús. kr.
Þá var gefin skýrsla sú, er lög félagsins mæla fyrir
um, um störf félagsins. Fer sú skýrsla hér á eftir:
Jarðrœlctarfyrirtœki, sem félagið hafði afskifti af
og styrkti að einhverju leyti árið sem leið, voru þau,
sem hér segir •
15