Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 68

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 68
226 BÚNAÐARRIT Mælingar íyrir áveitu. Sigurður búfræðingur Sigurðsson mældi fyrir áveilum allvíða og sá sjálfur um framkvæmd verksins á einum stað. Um þau störf hans má vísa til skýrslu hans, sem prentuð mun verða í Búnaðarritinu. Upp í kostnað við mælingu á Staðavbygðarmýrum í Eyjafirði, sem Páll kennari Jónsson gerði, greiddi fé- lagið 300 kr., nálægt helmingi kostnaðar. Upp í kostnað við mælingarnar á Miklavatnsmýri, sem getið er um í aðalfundarskýrslunni í fyrra, greiddi félagið á árinu kr. 547.83. Á þá félagið ógreiddar kr. 2380.05 af þeim alt að 6000 króna styrk, sem það hafði heitið t.il þeirrar áveitu. Þær eftirstöðvar munu verða greiddar á þessu ári, því að nú hefir verið ráðin endurbót hennar í sumar, undir forsögn Jóns lands- verkfræðings Þorlákssonar, með því fé, sem til hennar er yeitt í fjárlögunum, styrknum frá búnaðarfélaginu og tillagi frá Árnessýslu af leifum Jánsins, sem sýslan tók til áveitunnar. Tveir menn eystra hafa tekið að sér framkvæmd aðalverksins fyrir tiltekið verð. Til annara áveitufyrirtækja var veittur 1453 króna styrkur. Það voru 300 kr. til áveitumylnu á Hellulandi í Skagafirði — skýrsla um hana er í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands — 100 kr. til áveitu á Grenjaðarstað, 100 kr. til áveitu í Teigi í Dalasýslu, 140 kr. til áveitu á Brúsastaðamýri í Þingvallasveit, 313 kr. til stíflu í Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu og 500 kr. til stíflu í Jjaxá til áveitu úr Mývatni. Styrkurinn hefir verið nálægt fimtungi kostnaðar. Til varnar gegn vatnságangi var veittur 710 kr. styrkur: Til að varna landbroti af Fitjaá hjá Efstabæ í Skorradal 150 kr., til íyrirhleðslu við Þverá á Dufþekjubökkum 200 kr., til fyrirhleðslu við Hailgeirs- eyjarfljót í Landeyjum 170 kr. og tii fyrirhleðslu í Há- bæjarhverfi í Þykkvabæ 190 kr. Styrkurinn hefir numið um það bil fimtungi kostnaðar.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.