Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 72

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 72
230 BÚNAÐARRIT bænum, þar sem átti að halda það. Námsskeið Búnaðar- sambands Austurlands styrkir félagið með fjárframlagi. Á bændanámsskeiðinu á Hvanneyn i vetur voru 3 fyrir- lestramenn af hendi búnaðarfélagsins, þeir Jóhann Fr. Kristjánsson, leiðbeiningamaður 1 húsagerð, Magnús dýra- iæknir Einarsson og Sigurður búfræðingur Sigurðsson. — Guðmundur kennari Hjaltason hefir haldið nokkra fyrirlestra um búnaðarmál fyrir félagið. HímtjórnarJcenslu hefir félagið haft í vetur í Barða- strandarsýslu og Dalasýslu, alls 8 námsskeið, 21/2—3 vikna, og veitt styrk til tveggja mánaða námsskeiðs á Eyrarbakka. Einnig hefir það heitið að borga kenslu alt að 6 vikna tíma í vor á Siglufirði og heitið styrk til alt að 6 vikunámsskeiða í Reykjavik fyrir hús- mæður, sem Kvenréttindafélag Islands gengst fyrir. Á rr.jólkurskólanum á Hvitárvöllum hefir verið tilsögn í matreiðslu i vetur, eins og í fyrra. MjólJcurmeðferdarkenslan á HvítárvöUum. Um liana verður að vísa til skýrslu kennarans, sem kemur út í Búnaðarritinu. SlátriinarnámssJceið var haldið í haust. Sóttu það fáir. Þau námsskeið falla nú niður um sinn. VefnaðarnámssJceið var haldið í haust í Rangár- vallasýslu, að tilhlutun sýslunefndarinnar og með styrk frá henni. Búnaðarfélagið veitti styrk til þess í eitt skifti, 200 kr. til áhaldakaupa. ZJtanfararstyrJcur var veittur þessi: Til búnaðarháskólanáms Gunnari S. Hallssyni, Lúðvík Jónssyni og Níljóni Jóhaunessyni 200 kr. hverjum, til garðyrkjuháskólanáms Ragnari Ásgeirssyni og Sigmari Guttormssyni 200 kr. hvorum, og til verklegs búnaðar- náms 1 ár í Noregi Árna Guðmundssyni, Einari Jósefs- syni og Magnúsi Kristjánssyni 100 kr. hverjum. Af vöxtum gjafasjóðs C. Liebe voru ennfremur veittir þessir utanfararstyrkir : Guðrúnu Jóhannesdóttur til hússtjórnar- náms í Noregi 200 kr., Edvald Bóassyni til búnaðar-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.