Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 74

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 74
232 BÚNAÐARRIT hefir búnaðarfélagið heitið nokkrum viðbótarstyrk til verkfærakaupa. Gísli Guðmundsson gerlfræðingur er að byrja til- raunir með smjörgerð, aðallega í þvi skyni, að komast eftir því, á hvern hátt smjörið veiði bezt fallið til að þola geymslu. Er það afar-mikilsvert vegna þess, að með samgöngum þeim, sem enn eru, hlýtur smjörið héðan oft að verða orðið nokkuð gamalt, þegar það kemur á markaðinn. Búnaðarfélagið hefir heitið dálitlum styrk til þessara tilrauna (til mjólkurkaupa og tækja). Innan skamms er von á leiðarvisi frá Gísla um smjörgerð. Votheysgerð. Skýrslur um þær tilraunir frá þeim mönnum eystra, nyrðra og vestra, sem við hafði verið samið um þær, komu ekki fyrir árið sem leið, nema ein úr Múlasýslum. En allmargar skýrslur hefir félagið fengið síðan votheysgerðarskýrslurnar komu út í Búnaðar- ritinu 1912. Yar í ráði að láta þær koma nú i næsta hefti Búnaðarritsins. En þá barst félaginu rækileg rit- gerð um votheysgerð eftir Halldór skólastjóra Vilhjálmsson, og þótti rétt að láta hana ganga fyrir. Er vonast t.il að hún muni örva menn til framkvæmda í þessa átt, og er ekki vanþörf á því. Bíða þá hinar skýrslurnar næsta árs. Leiðbeining í Imsagerð til sveita. Þau afskifti hafði félagið af henni árið sem ieið, að það veitt.i nokkurn styrk til þess, að Jóhann Fr. Kristjánsson ferðaðist í fyrra vetur um Borgarfjörð og skoðaði steinhúsin þar. Var ætlað að það mundi verða að góðu gagni við störf hans íramvegis, að hann fengi færi á að skoða að vetrar- lagi mörg steinhús með ýmsri gerð og athuga galla, sem í Ijós kunna að hafa komið. Kornforðabíir. Einu kornforðabúri var á árinu sem leið veittur styrkur til skýlisgerðar, þriðjungur kostn- aðar, 115 kr. Það var í Borgarfjarðarhreppi eystra. Það hefir ekki árað tii að koma upp kornforðabúrum þessi árin. En muna ættu menn eftir þeim, þegar kornið

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.