Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 85

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 85
BÚNAÐARRIT 24B bætur og túnauka á Söndum, og ekki síður húsabygg- ingar. Hvorttveggja bar af öllu, er eg hafði þá séð hér á landi. Stórt rennslétt tún, sem grætt var upp á mel og sléttað úr móum og sumt úr forarmýri, sem vand- lega hafði verið þurkuð með skurðum og lokræsum. Vandaður bær og öll fénaðarhús með myndarlegum hey- hlöðum við. Flest voru húsin gerð úr timbri. Alt var þetta stórfenglegt, svipfagurt og talandi vott.ur um ó^ venjulega hagsýni, hvar sem á var litið. Eg vissi að Jón var enginn auðmaður, þegar hann fór að búa, og spurði hann þvi, hvernig hann hefði getað fengið peninga til að gera alt þetta. „Það er ekki mikill vandi", svaraði Jón. „Ekki er annað en leggja peningana fyrst í það, sem borgar sig bezt. Hér er það túnræktin. Peningarnir, sem eg heíi lagt í túnið, hafa gefið að minsta kosti 10% vexti. Þeir koma því jafnóðum aftur". Mér var vel kunnugt, að þessi maður var mjög hygginn, athugull með afbrigðum, gætinn og áreiðan- legur. Það var því ekki hætt við, að hann gerði of mikið úr hagnaðinum. Reynslan sannaði þetta líka. Þrátt fyrir tilkostnaðinn fór bú hans og efni sívaxandi. Þessi maður fræddi mig um margt fleira og leiðbeindi viðvíkjandi búskapnum. Minnist eg þess jafnan með þakklæti. Eftir þetta sannfærðist eg flótt af eigin reynslu um það, að Jón á Söndum hafði ekki tekið of djúpt í árinni. Vandaðar túnasléttur bregðast nálega aldrei með að gefa góðan arð, ef túnin eru friðuð (girt) og viðhaidið með góðri hirðingu og nægum áburði. Túnið hérna (á Kornsá) var lítið og ógirt, er eg tók við því. Eg lét girða það og 9 dagsláttur að auki. Nokkuð af viðaukanum voru ófrjóir, leirmiklir móar, með litilli grasrót. Var það plægt og herfað, og ekið í mikilli veggjamold; flagið jafnað og borið vel undir þökur. en þær voru afar-lélegar og allar teknar utan túns. Var svo borinn á nægur húsdýraáburður, og sléttan greri vel á fyrsta sumri. Annað og þriðja árið fékk eg 18 töðu- 16*

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.