Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 86

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 86
244 BÚNAÐARRIT hesta af dagsláttunni í fyrri slætti og 7 hesta í síðari slætti — 25 hesta árlega. Reiknaði eg þá út vexti af því fé, sem þessi blettur kostaði að meðtaldri girðing á einn veg. Þegar töðuhesturinn var reiknaður á 4 kr., urðu vextirnir 18%. Sléttan varð miklu dýrari vegna þess, að mikil vinna fór í að flytja veggjamoldina í flagið, en varð líka betri fyrir það. Nú er þetta víst óvanaleg eftirtekja á Norðurlandi, og ekki má gera ráð fyrir, að sléttur spretti svona til frambúðar; hvorki völ á jafnmiklum undirburði né ofanáburði, þegar túnin stækka. En að viðhalda þeirri rækt, að dagsláttan gefi af sér um 18 hesta að meðal- tali, það held eg sé mögulegt víðast hvar. Eg skal nefna annað dæmi: Næstu dagsláttu var farið eins með hjá mér, nema minni veggjamold ekið í hana (Girðing tek eg þar ekki með). Hún kostaði 240 kr. að meðtöldum 100 hestum af áburði undir og yfir þökur, á 20 au. hesthlassið. Töðuna geri eg 18 hesta árlega að meðaltali; þar reikna eg hvern hest á 5 kr. = 90 kr. Dreg svo frá árlegan kostnað: áburð, ávinslu, slátt og heyhirðing 30 kr. Verða þá eftir 60 kr., sem eru vextirnir af áður nefndum 240 kr., eða = 25%. — Þess vil eg þó geta, að hér er miðað við það, að engar misfellur verði, en þær koma helzt af kali, þar sem halli er of lítill eða ónóg þurkun. Slíkt getur verið óviðráðanlegt í kuldavorum. Áburðarauki af skolpveitu. Það hefir svo mikið verið ritað um meðferð á hús- dýraáburði og um salerni, að eg tel óþarft að bæta við það. Aftur á móti man eg ekki eftir neinu, sem ritað hefir verið um áburðardrýgindi af skolpveitu úr bæjum; hefl jafnvel heyrt suma halda því fram, að sá lögur sé lítils eða einkis virði. Hygg eg að það sé hinn mesti misskilningur. Vitaskuld er það, að mikill meiri hluti af því, sem helt er í skolppípurnar, er vatn, einkum þar

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.