Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 87

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 87
BÚNAÐARRIT 245 sem vatnsveita er. En þó er það ekkert smáræði ár hvert, sem flýtur með af frjóvgandi efnum. Eins og venja mun vera, lét eg gera steinsteypta þró hér um bil 5 álnir frá íbúðarhúsi mínu, sem skoip- pípurnar liggja út í, svo djúpt, að ekki frjósi, hefi svo hlemm yfir þrónni, þek yfir og fylli upp. Alt hið þykk- asta safnast í þróna; er það svo sterkur og góður áburður, að mikið þarf að þynna hann út með vatni, svo að ekki brenni undan, einkum á vorin. Úr þrónni ofariega lét eg fyrst gera stórgert malarlokræsi út í túnið, til þess að taka við vatninu, sem flyti ofan af. Eftir fyrsta sum- arið teptist lokræsið algerlega; fita og önnur efni settust að í mölinni og iokuðu ræsinu. Breytti eg þá til, lagði pípur í ræsið og gróf aðra þró í túninu, þar sem píp- urnar enduðu. Af því móhella var undir, var ekki hlaðið innan í hana; vildi eg sjá, hvort nokkuð safnaðist í þróna, sem not væri að til áburðar. Fyrst í stað hækkaði seint í henni, en loks flaut út af; rann það út um túnið og varð ofurlítið flag næst, en er lengra dró frá, spratt mikið meira en venjulega, og hélzt það gras dökkgrænt fram á vetur. Næsta vor var þessi þró líka tæmd. Fékst úr henni mikill áburður og lítið þynnri en úr hinni. — Þetta sannfærði mig um það, að miklu meiri áburð má fá á hverju heimili á þenna hátt, en flesta grunar. Til þess að notin verði sem bezt, má hafa ýmsar aðferðir. Ódýrara er að hafa eina þró en tvær, en að sumu leyti óhentugra. Sé þró nærri íbúðarhúsi, verður hún að vera vandlega byrgð, en tæma skal hana a. m. k. tvísvar á ári. Hagi svo til, að góður halli sé frá íbúðar- húsi, helzt í dæld í hvarfi, ætti að flytja þangað moldar- bing, svo að lögurinn renni í hann, hreyfa svo til á sumrin eftir þörfum, svo að öll moldin drekki vel í sig löginn; verður úr því góður áburður. Gera má gryfjur, og hlaða innan í góðum torf- strengjum; sígur það fljótt og verður því nær lagarhelt, af þvi að límkend húð safnast innan í gryfjuna.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.