Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 91

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 91
BÚNAÐARRIT 249 irnir eru sí-blautir, meðan hiti er í heyi, þorna seint vegna torfþaksins og endast illa. Loks lét eg gera steinsteyptar hlöður með 7 álna háum hliðarveggjum og stöfnnm eftir sperruhæð (meðai- ris). Bitar eru úr járni og gluggar eins; þeim er lokið upp. Vindaugu eru á stöfnum, nærri sperrukverk, og reykháfar á mæni með járnbust yflr. Þökin einföld úr bárujárni. Að öllu eru þær svo vandaðar, sem þekkingin náði til; sléttaðar utan eins og íbúðarhús. Borin kreósót- olía á viði: lausholt, sperrur og langbönd. Þessar hlöður eru beztar; héla sama sem engin, enda hurðir fyrir öll- um dyrum. Með þessu lagi er nógur súgur undir þakinu, sem bæði varnar hélu á vetrum og þurkar sudda á sumrum. Járnþökin hitna fljótt af sól, og viðirnir þorna. Önnur steypta hlaðan rúmar freklega 700 heyhesta og kostaði 1550 krónur, eða kr. 2,20 yflr hestburðinn. Hin rúmar 500 hesta og kostaði 800 kr., eða kr. 1,60 yfir hestburðinn. Verðmunurinn stafar einkum af því, að dýrari hlaðan stendur í talsverðum haila og allur aðflutningur á efni: möl, sandi og á vatni, var erfiður og langur; varð ekki komist með nema hálf æki. Útlent efni líka nokkru dýrara, og loks var meiri kunnátta og æflng við ódýrari hlöðuna; hún var gerð síðar. Fjárhúsin standa við báðar þessar hlöður. Eru þau steinsteypt og við báðar hliðar á þeirri, sem stendur á sléttlendi. Nú munu ýmsir lesendur hugsa og segja: „Það er gagnslaust, að segja okkur frá þessu. Við höfum ekki efni á að byggja svona“. — Nei, ef til viil, ekki alveg svona. En eg lít víst öðruvísi á málið, og — staðhættir eru misjafnir. Hér varð t. d. annaðhvort að gera, að steypa eða byggja engar hlöður. En — þá var ekki unt að geyma heyin skemdalaus, því torfrista var þrotin, og nokkuð hafði verið rist á engi (Líkt mun víðar vera). Veggjaefni var ekki að fá annað en möl og sand. Að

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.