Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 100

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 100
V innuhi úa ver ðlaun 1917. Umsóknarfrestur um þau er til febrúarloka það ár. Þeir sem sóttu um verðlaun 1916, en fengu þau ekki þá, og óska að fá þau 1917, verða að sækja að nýju. Umsóknum þurfa að fylgja prestsvottorð um aldur hjúanna, vistarár og vistarstaði, og vottorð húsbænda um að hjúin hafi verið vel vinnandi og dugleg, dygg, iðin, sparsöm og dagfarsgóð. Umsóknir mega vera hvort sem vill frá hjúunum sjálfum eða húsbændum þeirra. Mjólkurskólinn á Hyítárvöllum. Kensluskeiðið næsta, 1916—1917, stendur yfir frá 15. okt. til 14. maí. Námsmeyjar fá meðal annars nokkra tilsögn í heilsufræði og um efnasamsetningu og gildi matvæla, einnig nokkra verklega æfingu í að búa til algengan mat, eftir því sem ástæður leyfa. Fyrir fæði greiða þær 20 kr. um mánuðinn. Þær sem nokkuð langt eru að fá ferðastyrk. Umsóknir sé sendar Bún- aðarfélagi Íslands, og þarf þeim að fylgja læknisvottorð um heilsufar. IVtimsfelieiö fyrir eftirlitsmenn nautgriparæktarfélaga verður haldið í Reykjavik 1. nóv. til 15. des. 1916. Meðal annars verður þar veitt tilsögn í að gera berklaveikisrannsóknir á kúm og að bólusetja sauðfé við bráðapest. Nemendur fá 30 króna námsstyrk, og þeir sem nokkuð langt eru að fá ferðastyrk að auki, ef þeir eru ráðnir eftirlitsmenn hjá nautgriparæktarfélagi í samráði við Búnaðarfélag íslands. Umsóknir sé sendar búnaðarfélaginu.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.