Dvöl - 01.07.1939, Síða 3

Dvöl - 01.07.1939, Síða 3
DYÖL 7. árg. 1939 3. hefti Týndi eiginmaðurinn Eftir W. W. Jacobs Jackson Pepper, uppgjafaflug- maður, sat í litlu forstofunni á nr. 3 Mermaid Passage, Sunset Bay, gripinn vanmáttugri reiði, með ó- ljósa tilkenningu í kinninni, sem enn bar merki eftir hvatvísa fingur. Forstofan, þar sem allt var í röð og reglu, bar ekki nein merki eftir hvirfilbylinn, sem þar hafði geis- að. Jackson Pepper leit hikandi um- hverfis sig, og minntist ósjálfrátt fellibylja þeirra í hitabeltinu, sem hann hafði lesið um, og sem aðeins snertu hluti þá, sem urðu á vegi þeirra, en létu allt annað kyrrt liggja. í þetta sinn hafði Pepper verið hluturinn, og fellibylurinn hafði þyrlazt upp mjóa stigann, sem lá upp úr forstofunni, og skilið hann eftir hlustandi kvíðafullan á fjar- lsegar drunur hans. Því miður var allt útlit á, að stormurinn væri að koma aftur, og hann hafði naumast tíma til að setja upp rólegan svip afskipta- leysisins, sem átti næsta illa við rauðflekkótta kinnina, áður en stór kona, rauð og þrútin í and- liti, kom hlaupandi niður stigann og vatt sér fram í forstofuna. „Það er þér að kenna, að ég er orðin veik aftur,“ sagði hún reiði- lega, „og nú vona ég, að þú sért ánægður með verk þitt. Þú drepur mig áður en lýkur.“ Uppgj afaflugmaðurinn ók sér á stólnum. „Þú átt ekki skilið að eiga konu,“ hélt frú Pepper áfram. „Þú æsir hana upp og reitir hana til reiði! Allar konur, nema ég, myndu fyrir löngu hafa yfirgefið þig!“ „Við erum aðeins búin að vera gift í þrjá mánuði,“ sagði Pepper. „Þegiðu!“ sagði kona hans. „Mér finnst það vera heil eilífð.“ „Mér finnst það langur tími,“ sagði uppgjafaflugmaðurinn og hleypti í sig kjarki. „Þarna kemur það!“ sagði kona hans og stikaði I áttina til hans. „Segðu, að þú sért orðinn þreyttur á mér, segðu, að þú vildir óska, að þú hefðir ekki gifzt mér! Bleyða! Ó! Ef vesalings fyrri maðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.